Ég var að koma til landsins áðan með glænýtt 6'4“ bretti. Var búinn að vefja það þétt í plast og líma á það ”fragile“ og ”high priority" límmiða og það fór á sérstakan stað í farangursrýmið. Svo þegar ég var að taka það úr plastinu er risa stór dæld og trefjaplastið rifið á smá bút og ekkert sást á pakkningunni.
Til að fá eitthvað útúr tryggingunum þarf að fara í gegnum allskonar helvítis ferli sem ég nenni ekki að standa í, hringja til útlanda og eitthvað rugl, og var ég að velta því fyrir mér hvort þið vissuð um einhvern hér á landi sem gerir við brim/seglbretti.
Þetta er ekki mikil skemmd, en nóg til þess að gera mig feitt pirraðan því pakkningin VEL merkt í alla staði og ekkert átti að geta komið fyri