Ég fékk kunningja til þess að vaxa og skerpa brúnir á brettinu ekki alls fyrir löngu til þess að gripurinn yrði nú í topp standi fyrir veturinn en það er ekki frásögu færandi að mér finnst brettið engann veginn vera eins og það á að vera, það er eins og brúnin hælamegin hafi verið skerpt of mikið og bretti lætur illa að stjórn!
Maðurinn sem gerði brettið fyrir mig kann samt til verka, er reyndar skíðamaður sjálfur og gæti það spilað í málinu en ég er bara ekki sátt, brettið er alls ekki eins og það á að vera.

Hefur einhver lennt í slíku og ef svo er hvað gerðuð þið þá?
Á ég að reyna að rúna þetta e-ð niður? ég kann ekkert til verka hvað skrepingu varðar, hef aldrei fengist við það fyrr.

HILF MIR, JEMAND, BITTE!