Mig langar að skella mér út í sumar á bretti og því fór ég að kynna mér S-Ameríku. Hef heyrt að sísonið þar byrji eitthvern tíma um miðjan júní og stendur fram í Okt. Hefur einhver rædað á þessum slóðum, Chile (Valle Nevado, Portillo…) eða Argentínu? Hvernig er verðið á íbúðum þarna (til leigu) og stórum herbergjum? Hvað kostar passinn þarna? Flýgur maður beint til Santiago (Chile) með iceland air eða þarf að panta með öðru flugfélagi frá USA þangað. Hvað kostar ca flugið?

Ef einhver hefur info þá bara plís skrifið (eða ef þið þekkið einhvern sem hefur farið fáið viðkomandi til að logga sig á huga og skrifa)

Kv. inne