Sælir!

Langaði bara að segja frá því að ég fór á Langjökul í dag, að renna mér og það var snilld!

Ætla að fara aftur á morgun, það er nóg snjór þar til að ná góðu rennsli, soldið mikið um klaka, en það er þó skárra en möl og gríti.

Tekur rúma 2.5 klukkutíma að keyra þangað frá RVK, og vegurinn er aðeins fær jeppum.

Það var 10 stiga FROST þar í dag, svo það er betur að vera mjög vel búinn.

Ég var útbúinn:

COLD WEATHER SYNTHETIC FIBER PILE SHIRT
EXTREME COLD WEATHER PARKA
EXTREME COLD WEATHER LINAR
EXTREME COLD WEATHER HOOD
EXTREME COLD WEATHER FACE-MASK
- Allt saman hernaðarbúnaður fyrir fimbulkulda
Ég var kol sveittur þarna í -10°C, annars leið mér mjög vel.
Hefði mátt vera með gleraugu yfir facemaskið, því það var heldur kalt loftið sem kom framan í augun.

Gott með FACE MASKIÐ, að það coverar alveg munninn og nefiði með filter, svo að kalt loft streimir ekki niður í lungun og maður verður ekki veikur (færð hvorki hósta, né bólgur í hálsinn).

Fann að vettlingarnir mínir voru ekki að gera nógu góða hluti, enda bara civilian rusl. Ætla bráðlega að kaupa mér ECW hanska sem ná upp að olboga, einangraða með ull :;> Þá þarf maður ALDREI að hafa áhyggjur af kali á köldum puttum!

Það hjálpar svoldið að vasarnir á ECW parka, eru ullafóðraðir, svo þeir eru sjóð heitir alltaf (líkamstihi sem festist í þeim).. svo að er mjög gott að stinga hendinni þar oní.


Jæja.. núna er ég farinn að tala of mikið um búnaðin… ég mætli með því að fólk klæði sig samt mjög vel og skelli sér a jöklana!