Mér persónulega finnst að það ætti bara að gera einn stórann Park hérna í Reykjavík og kanski einhvern minni á Akureyri. Mér finnst að við bretta karlanir/konurnar(ef það eru einhverjar)ættum að mótmæla þessu með skateparkana. Fyrst var byggður park hjá Sindra Stáli og hvað varð um hann. Hann varð að gókartbraut, já gókartbraut, hvað er málið!!!!!! Það versta við þetta er veðrið hérna á Íslandi það er alltaf eitthvað að verðinu annaðhvort rigning eða slidda. Ef maður er heppinn þá getur maður verði á bretti í svona fjóra mánuði af öllu árinu, FJÓRA MÁNUÐI af öllu helvítis árinu. En samt maður getur allavega farið á snjóbretti á veturnar, ef það snjóar eitthvað. Mér finnst að það ætti bara að búa til einn stórann skatepark héna í Reykjavík sem væri bara alltaf opinn og maður gæti bara farið í hann þegar maður vildi.
Ég hef svo sem ekkert meira að segja nema að ég hata veðrið á Íslandi. mér finnst að það ætti bara ða vera þurt í nokra mánuði með góðu verði og svo mætti snjórinn koma og vera frá október til mars og þá færi hann bara og góða verðið kæmi bara.