Um páskana verður Íslandsmeistaramótið í Boarder Cross á Snjóbrettum haldið á Ísafirði . ISA (Icelandic Snowboard Association) heldur mótið í samstarfi við Swatch-umboðið á Íslandi. Mótið fer fram föstudaginn n.k., 18. apríl, á heiðinni ofan við Tungudal á Ísafirði. Keppt verður í “yngri flokk” (16ára og yngri), “karlaflokk” (17ára og eldri) og svo “kvennaflokk” (blandaður aldur). Ekkert keppnisgjald er á mótinu.


Dagskrá föstudagsins:

13:00 Mæting á bílaplan við Bónus á Ísafirði

13:30 Skráning
14:00 Brautarskoðun

15:00 Mótið hefst. Undanriðlar í öllum flokkum og úrslit að þeim loknum.

18:30 Freeride session – Troðarar flytja keppendur uppá topp.

21:00 Verðlaunaafhending í Sól og Fegurð á Ísafirði

6 manna hópur hefst handa nú á morgun þriðjudag til að undirbúa mótið ásamt troðara svo mótið verður með glæsilegasta móti.

Nú hafa margir af fremstu snjóbrettamönnum landsins þegar boðað þátttöku sína. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.bigjump.is eða hjá Sigurði Friðgeiri Friðrikssyni í síma 691-1234

lifið heil á feitu rail
hoppið hátt og verið kát
að eilífu púður amen

Custom56