Er snjóleysið á Akureyri gott eða slæmt? (ég hef ekki verið mikið úti á landi ) Ég er mikið fyrir extreme sports (jaðaríþróttir) og ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að ég sé sáttur við þetta veðurfar.

Snjórinn fór þegar ég var nýbúinn að kaupa mér árskort uppí Hlíðarfjalli. Það er (augljóslega) ekki hægt að vera á snjóbretti í engum snjó. Og ég sem ætlaði að reyna meira við frontflip, backflip og 540° . Ekki gott

Það er hægt að vera á hjólabretti. Ég hef einmitt verið á hjólabretti og lært ekki eitt heldur tvö trick. Pogo og varial kickflip. Ég er með stóran marblett eftir pogo-ið ;)


Náttúran gengur í bylgjum, þegar ein tegund fjölgast mikið þá fækkar annari tegund á móti. Þ.e.a.s. bráð rándýrsins. Veðrið er svona líka svo að á næstu árum ætti að koma yfignæfandi snjór í fjallið og á götur landsins. ( En hinsvegar hef ég aldrei verið mikill hugsuður. )


Hvort er betra? Huganotendur sendið inn comment.
Creole!