Tekið af www.Bigjump.is

Team Akureyri ætlar í samstarfi við Sprite og Hlíðarfjall að standa fyrir smá dæmi um helgina (21-22 mars).

Hér kemur dagskráin:

- Föstudagur 21 mars: Snjóbretta “jibbsession” innanbæjar í skátagilinu fyrir framan Holuna fyrir ofan göngugötuna (á Akureyri að sjálfsögðu). Þetta verður frá 15:00 til 18:00. Það verður DJ á svæðinu og ískalt Sprite í boði Vífilfells Akureyri. Við ætlum að flytja snjó í gilið (alla vega nóg í aðrennu og pall og jafnvel palla). Það er síðan ætlun okkar að jibba á alls konar dóti t.d. bílhræi……….

- Laugardagur 22 mars: Snjóbrettadagur í Hlíðarfjalli frá 13:00 til 17:00. Það verður DJ á svæðinu og ískalt Sprite í boði Vífilfells Akureyri. Við ætlum að reyna að massa upp fullt af railum og pöllum við allra hæfi úr þeim litla snjó (það er þó snjór) sem er eftir.

Við hvetjum svo allt brettafólk á Akureyri að mæta og taka þátt í þessu með okkur. Þið getið alla vega mætt og séð aðra sýna snilldar tilþrif, tekið snilldar tilþrif sjálf eða bara horft á mig meiða mig. Pottþétt skemmtun fyrir alla fjölskylduna, eitthvað sem amma og afi ættu alls ekki að láta fara fram hjá sér. Munið svo bara að fylgjast með opnunartímum í Hlíðarfjalli í síma 8781515 eða á hlidarfjall.is.

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnar sendið mér endilega línu: snjobrettakennsla@hotmail.com.