Ég vaknaði í morgun og þá var allur snjór farinn úr skálafelli, spáð 10stiga hita á morgun og aljört sökk, þetta er hörmulegt þar sem ég hef ekki náð að nýta árskortið mitt, á eftir 2-3 skipti. En hvað er að veðrinu hér á landi? Þetta er eitthvað mjög dularfullt. Ég spurði mjasa87 þar sem hann er mikill eðlisfræðingur og veit allt(nema um bretti). Hann sagði að það væru 7-11 ár eftir af þessu hlýindaskeiði þar sem jörðin verður óvenju nálægt sólinni. En hvað um það, hvað á maður að hafa að gera yfir veturinn á svona tímum? Læra? NEI!!!
ViktorAlex