það eru komnar nýjar reglur varðandi okkur á hengilsvæðinu persónulega ég sé ekkert að flestu sem þarna er skrifað ennn það að “Aldrei skal iðka stökk.” ég meina til hvers eru þeir þá að byggja palla fyrir okkur.. það er út í hött að banna stökk, fínt ef þau eru kanski bara leyfð á tilteknum svæðum en að banna þau allveg..

en hér kemur pistillinn-(skidasvaedi.is)

Vakin er athygli á því að öllum snjóbrettum á að fylgja öryggis ól sem á að nota. Þegar farið er í lyftur á að losa aftari fótinn úr bindingum en hafa fremri fótinn fastann. Ofan við og í skíðaleiðum skal bretti ávalt vera fast við notandann annaðhvort í bindingum eða með öryggisól. Aldrei skal iðka stökk, dvelja eða ganga í troðnum skíðaleiðum. Það hafa orðið mörg mjög alvarleg slys í skíðasvæðum erlendis af brettum sem runnið hafa frá fólki og niður brekkurnar. Ég skora á alla brettaiðkendur að taka sig nú á, finna öryggisólarnar sem fylgdu brettunum og nota þær. Einnig er áberandi að brettaiðkendur stoppi og setjist jafnvel niður í miðjum skíðaleiðum. Þetta er með öllu óheimilt og stórhættulegt. Skíðasvæðin á íslandi ætla að bindast samtökum um að birta þæralþjóðareglur sem gilda um brettaiðkendur og taka á þessum málum áður en stórslys hlýst af.

CuAn(pínu pirruð)