Ég hef verið að hugsa… hvernig er hægt að skilgreina góður/lélegur á hjólabretti?? Það er ekki hægt vegna þess að alltaf þarf að hugsa um hversu lengi viðkomandi er búinn að vera á bretti, miða við líkamsbygginguna og svo framvegis. Svona smá dæmi…. hvað er gott að vera búinn að vera lengi á bretti þegar maður nær að olla niður stóru á Ingó fyrst? …ja, kanski hefur viðkomandi verið að leggja allan sinn metnað í betri “tækni” kasper og þannig dót. Ég er að fatta núna að þetta er algert rugl sem ég er að skrifa, en hikið ekki við að svara… og endilega kallið mig hálvita ef ykkur finst það… svo er þetta eiginlega ekki blogg. Ég þoli ekki blogg, þetta eru síður helgaðar daglegu lífi einhvers. Hvers vegna að eyða tíma úr sínu eigin daglega lífi til að lesa um daglegt líf annara? Það er bara tilgangslaust!…. en ég er aðeins kominn útaf bretta umræðu þannig að ég ætlað þegja… en mig langar samt að skrifa meira… arg! ….. bless