Síðasta vetur var stofnað svokallað “brettafélag íslands” þar voru sjálfskipaðir stjónendur með stóra drauma og mikil áform…..þrátt fyrir misjafnar skoðanir fólks á þessu brettafélagi héldu þeir ótrauðir áfram. En hvað nú?? það lýtur allt út fyrir að brettafélgið sé dautt! allavega ekki mikll áhugi fyrir hendi. Er að koma í ljós að þeir aðilar sem stóðu að brettafélaginu hefðu kannski átt að hlusta betur á skoðanir annara og gefa fleira fólki færi á að gera þetta að almennilegu félagi…..eða liggja þeir bara einhverstaðar í dvala og koma svo fílefldir inn í veturinn???
Hver veit nema það rætist úr þessu…..persónulega held ég þó að þetta hafi aldrei verið nóu góð hugmynd, brettafélagið hefði átt að vera sett á stofn með öðru hugarfari, fólk sem hefði áhuga á að efla brettaíþróttir hefði aðstöðu og möguleika á að koma því í verk sem það telur að væri brettaíþróttum í hag.