Ég var að pæla og ákvað að troða þessum pælingum upp á ykkur og spyrja nokkrar spurningar í leiðinni. Snjóbretta íþróttin er tiltöllega ung grein og hefur þróast alveg ótrúlega hratt síðustu tíu árin. Ég meina fyrstu gaurarnir sem voru á bretti í kringum 70 og eitthvað voru bara einhverjir útúrreyktir sk8tarar og surfdúdarar sem ákváðu að negla airwalk skóna sína við brettin sín og halda upp í fjall (þeir lengi lifi húrra húrra húrra), og hei prestó fyrsta snjóbrettið varð til. Brettin hafa breyst alveg ótrúlega mikið bæði útlitslega séð og tæknilega séð og er það ekki nema núna svona síðustu 2 til 3 árin sem mér finnst hafa orðið smá stöðnun, fyrir utan einhverjar fín pússeringar og svoleiðis. Ég hef þó tekið eftir einni stóri nýjung og það eru “step in” bindingar. Þegar ég heyrði um þetta fyrst hugsaði ég með mér að þarna væru á ferðinni einhverjir helv.. skíðaframleiðendur að reyna að troða einhveru upp á okkur. Stór fyrirtækji eins og BURTON OG Sims létu ekki blekkja sig strax, og sagði Burton að þeir vildu tíma til að þróa þetta almennilega og gefa frá sér góða vöru í stað þess að taka þátt í kapphlaupinu. Ég hef aldrei prufað stepins, og veit því ekki hverju ég er að missa af, hef samt ekki mikla trú á þeim (kanski bara of íhaldssamur). Er einhver þarna úti sem hefur einhverjar reynslusögur að færa okkur af stepins, ég hef heyrt misjafna hluti um þetta. Að lokum en samt ekki alveg, ég heyrði og las að það er einhver hálfviti í USA sem hefur framleitt relase bindingar fyrir snjóbreti, svona bindingar sem losa mann úr snjóbrettinu ef maður dettur eða eitthvað, (í fyrsta lagi væri maður alltaf að týna brettina, í öðru lagi væri maður alltaf að losna úr því því maður er alltaf á hausnum því maður er alltaf að reyna eitthvað sem maður getur ekki (Hver er þessi maður) og í þriðja lagi it smells bad). Látið nú heyra í ykkur, allt bull velkomið.

ykkar einlagi og elskulegi samstarfsmaður og elskhugi,
Custom56

PS Ég hef ákveðið að láta undan þrýstingi og um leið og mér gefst tækifæri munu hér birtast myndir af mér á bleijunni á snjóbretti. Gaman væri ef fleiri færu eftir mínu fordæmi (þegar þar að kemur) og sendu inn myndir af sjálfum sér, miklu skemmtilegra en eitthvað copypaste af netinu,,,,
PPS Allarr stefsetningar villur eru af ásetttu ráði og eru á ábyrgð vefstjórans