Pælið í því að fá borgað fyrir það að renna sér á bretti allan daginn, þá veit maður alltaf hvar bestu brekkurnar og dýpsta púðrið. Reyndar þá slasar maður sig kannski meira, en maður væri þó alltaf á bretti, í snjónum en ekki inni í stofu (á sumrin). Ok, ég ætlaði bara að segja ykkur, þar sem ég sit hérna í vinnunni, að ég er gjörsamlega að rotna úr snjóleysi, og það verst við það er að allir eru að tala um að þeir fóru annaðhvort upp í Skálafell eða Bláfjöll og hafi BARA farið eina eða tvær ferðir, en það sem þeir virðast ekki vera að átta sig á að þetta eru HEILAR ein eða tvær ferðir. Ég er ein af þeim sem hef ekki bílpróf, hvað þá bíl, svo að ég kemst ekki langt upp í fjöll fyrr en þau opna og rútuferðirnar hefjast.
Þegar það snjóaði um daginn þá varð ég svo glöð að ég hélt að ég myndi springa, og það hefði ekki verið hugguleg sjón en mér finnst eins og snjórinn sé ekki langt undan, hvort þetta sé ímyndun í mér eða ekki, það veit enginn.