Fólk fólk.

góðar fréttir sem ég hef að færa.
ég fékk hugmynd í draumi í nótt og ég framkvæmdi hana í dag. ég fór sem sagt með morgunflugi til akureyrar þar sem ég húkkaði mér svo far til dalvíkur. á dalvík kemur saman snilldarhópur á hverjum sunnudegi. þessi hópur heitir veðurspárklúbburinn. hann samanstendur af nokkrum vel völdum ellilífeyrisþegum bæjarins. fólk þetta hafði mér fréttir að færa.
eftir að hafa rýnt í kindagarnir, skoðað flug fugla og etið mold í allt haust þá gat fólkið tjáð mér það að veturinn verður…mjög snjóþungur. og þá er ég ekki bara að tala um á dalvík og nágrenni heldur mun þessi snjór breiða úr sér vel og mikið um allt land. með þessar fréttir í farteskinu hljóp ég út og braust inn í næsta hús með tölvu. ég sit sem sagt í herberginu hans kalla á dalvík og skrifa þennan sjóðheita póst.
megi þið njóta snjósins í vetur og að endingu…dalvík rúlar!
heilög hún.