Mér finnst að ÍTR ætti að koma upp aðstöðu fyrir StóRT trampólín!
Á þeirri græju er hægt að æfa sökkstellingar og lendingar. Ég held að það mundi bæta árangur manna svo um munar á pöllunum og svo yrði maður líka aðeins öruggari með sig í loftinu. Hægt er að hoppa á trampólíni með brettið á sér en það þarf að teipa fyrir brúnirnar með t.d. Duckteipi svo að maður skemmi/rífi ekki netið sem hamast er á! ÍTR kom upp skatepark…af hverju ekki trampópark?
Einhver með hugmyndir eða sambönd svo að hægt sé að koma þessu í kring? Á meðan verð ég bara að halda áfram að hoppa í hjónarúminu hennar mömmu… …eða á einhver þarna úti kannski HUGE rúm sem hægt er að nota í þetta? - Og til í að fórna því í æfingarsvæði fyrir mig og fleirri…fyrir snjóbrettaæfingar sko! Ég get jafnvel hugsað mér að borga mig inn í svefnherbergi einhvers…
Hvernig líst ykkur á????