Ef maður ákveður að skella sér á bretti upp í fjöll þá er 2 af hverjum 3 á snjóbretti. Þetta er gríðarlegur fjöldi ef miðað er við fjölda fólks sem stundar annaðhvort bretti eða skíði í öðrum löndum. Þar sem ég hef smá reynslu af öðrum skíðalöndum, svo sem Sviss, Austurríki og Ítalíu þá get ég staðfest það að í þessum löndum eru svona 1 af hverjum 20 á snjóbretti í brekkunum.
Þetta eru mjög áhugaverðar tölur því að þetta gæti alveg sýnt fram á mjög bjarta framtíð hjá íslenskum brettaiðkendum. Maður er að sjá krakka allt frá 6 ára aldri að renna sér í brekkunum og miðað við okkur öldungana sem að erum búnir að vera í þessu í 4 ár og byrjaðir að taka backflip og þessi erfiðu, áhættusömu trick hvernig ætli þessir gaurar eigi eftir að verða þegar þeir eru orðnir jafngamlir okkur, eftir 11 ár semsagt. Þetta er eitthvað til að pæla í! Íslendingar gætu alveg verið orðnir með þeim fremstu í heiminum á snjóbrettum eftir svona 10 ár, þar að segja ef þetta heldur áfram að þróast svona og aðrir skíðastaðir á landinu fari að taka brettaaðstöðuna í Skálafelli sér til fyrirmyndar. Þess vegna er mjög áríðandi að hjálpa heldur þeim sem að eru að byrja á bretti en segja þeim að drulla sér úr brekkunum! Þeir eiga einnig að fá alveg jafn mikinn aðgang á pallana eins og við sem lengra erum komnir því ef við rekum þá alltaf í burtu þá minnkar sjálfstraustið þeirra og þeir hætta að prófa, því fyrr sem þeir byrja að stökkva því fyr læra þeir það.