Hún verður haldin 15 - 16 mars, ég veit ekki mikið um þetta en ég á eftir að frétta meira þegar nær dregur. Þetta er á Akureyri fyrir þá sem vita það ekki og það verður gist í einhverri félagsmiðstöð á Akureyri (eins og ég sagði þá á ég eftir að vita meira þegar nær dregur) og þetta á örugglega eftir að kosta það sama og var áætlað síðast. Það átti að halda þetta 22.-24.feb en það skall á okkur óveður og enginn komst neitt. Síðast átti þetta að kosta 2500 og innifalið var gisting, morgunmatur, kvöldverðir, rútuferðir upp í fjall og til baka og svo líka lyftukort. En fyrir þá Akureyringa sem eru með árskort í Hlíðarfjall kostar þetta bara 2000. Þeir sem aðeins vilja taka þátt í dagskránni uppi í fjalli þ.e. koma sér sjálfir á staðinn og heim aftur borga 800kr. (þetta er þó aðalega hugsað fyrir utanbæjar krakka sem verða stödd hér með sínum skólum eða félagsmiðstöð). Ég veit ekki meir þessa stundina og ef þið vitið eitthvað meira eða að þetta sé vitlaust látiði þá vita og afsakið ef þetta er algjörlega útí hött. Takk fyrir og endilega komið.