Hvernig skal kaupa snjóbretti Snjóbrettakaup
Fyrst vil ég benda á að þetta er náttlega ekki bara "Gullnareglan" um það hvernig á að kaupa bretti en þetta er nokkuð góð regla sem ég hef alltaf farið og mælt helst með við vini og aðra. Svo vil ég mæla með að þið farið í útilíf eða intersport til að kaupa plötu, bindingar og skó því að byrjendur eiga ekki að vera kaupa sér “ofur” plötur.

1. Finnið einhvern sem getur hjálpað (starfsmann vin eða ættingja sem kann þetta)
Ef þið getið ekki reddað ykkur (ég veit ekki hvernig) þá farið þið og finnið plötu sem nær ykkur að höku >20 en yfir nef <20. Þetta er mikilvægt því líklegt er að þið stækkið og þá er alltaf gott að eiga brettið í 2 eða jafnvel þrjú ár.

2. Þegar þið hafið fundið bretti við hæfi látið brettið standa á “tailinu” og haldið í “noseið” með báðum höndum þannig að vax húðin megin á plötunni snúi frá ykkur. Þegar hér er komið lyftið upp öðru hnénu að sirkar miðju brettisins og ýtið í það en togið með höndunum þannig að brettið beyglist. Ef þetta reynist ykkur mjög erfitt skuluð þið leita ykkur að bretti sem er aðeins mýkra. Og svo öfugt ef það er voða létt er betra að finna stýfara.(Þessi regla gildir ekki um lengra komna.)

3. Nú ertu kominn með plötuna en átt eftir að finna skó og bindingar. Þegar valið eru skór mæli ég með northwave merkinu fyrir byrjendur þar sem þeir eru ódýrir en Mjög góðir. Finndu þér réttaskóstærð og farðu í skóna. Til að finna út hvort þeir passi er best að vera í ullarsokkum. (alls ekki bómull hvorki þegar er mátað né rennt sér)
Reimdu þá eins og bert er að gera og hertu eins fast og þú mögulega getur. (Oft gott að nota vettlinga fyrir innri sokkinn ef bandið er mjótt og sker þig)(einnig þegar herrt er innri sokkinn að halda mikillri spennu á bandinu og ýta fætinum(frá ökkla) fram og aftur og spenna alltaf meir og meir) Ef skórnir eru þröngir en meiða þig ekki “mikið”(því þeir eiga að vera eins þröngir og mögulegt er)Þá skaltu standa upp og halla þér fram. Ef skórnir meiða þig eða gefa mikið undan, þá eru þeir ekki í lagi.
(skór eiga að vera eins stýfir og unnt er því þá ertu með betra “control” af brettinu)

4. Nú er komið að bindingum. Þegar keyptar eru bindingar verður að passa uppá að skór og bretti passa við því tær geta farið yfir kanntinn og bindingar með öðruvísi “skrúfplötu”
Ég get því miður ekki sagt annað en hvað ég mæli með en enga tækni hvernig skal velja.“strap-inn” eða venjulegar bindingar sem þú spennir á þig eru Lang bestar
“Step-in” bindingar eru oft sagðar rosa flottar og þægilegar en eru hreint og beint pane in the ass. Það getur farið snjór í lásana þú sérð ekki lásana eða hvað sem er… Sem ráðleggjari og starfsmaður hjá skála- og bláfjöllum hjá leigu og kennslu veit ég að þær eru ekki betri.
Þær sýnast og stundum heyrast betri en eru það bara alls ekki.

Ég vil mæla með og vara við nokkrum merkjum hér
Mæli með(í röð frá bestu til verri): Burton, Options, Rome, Nitro, RS, Head, DC.
Vara við: Crazy Creek og dragon brettum (ekki bindingum)
Vunderbahn says: