sumir segja mig skrýtna. get ekki alveg dæmt um það en ég veit það þykir doldið skrýtin hugmynd að flytja úr borginni út á landsbyggðina núna á hinum síðustu og verzztu…
engu að síður hefur það hvarflað að mér. að yfirgefa nám og nágranna til að finna hið forboðna hvíta efni. (u know, i addicted to white stuff).
strætóferðir eru fínar. í dag fékk ég til dæmis þá hugmynd í strætó, um leið og ég rýndi ofan í regnvott malbikið, að flytja til Akureyrar. þar ku vera að finna alla jafna slatta af hvítu efni. hvað segja akureyringar um það. eru einhverjir akureyringar þarna úti sem vilja segja mér hvernig þeir myndu taka á móti borgarstelpu með snjóbretti sem ætlaði kannski bara að vinna í bónus eða jafnvel á bautanum og svo húkka sér far upp í fjall eftir vinnu. er séns á að það myndi virka. myndu bæjartöffararnir taka hana upp í eða yrði hellt úr öskubakka yfir hana. ég hef nebblega heyrt af misjöfnum móttökum á borgarpakki þarna norðan heiða. eða jafnvel heyrt um engar móttökur. ég meina ekki myndi ég vilja veslast uppi úr vina og samskiptaleysi.
ég hvet alla akureyringa og jafnvel ísfirðinga (það er snjór og bónus þar líka) að segja ykkar álit á þessari hugmynd. ég er þokkalega vænlegur kostur svona sem manneskja. sannkölluð stuðgella og sólblómafan!!
ykkar ástkær og einlæg
hún.