Freeriders hér á klakanum Sælt brettafólk

Mig langaði að forvitnast um hverjir hafa mikinn áhuga á og hafa kannski eitthvað verið að hæka og renna sér niður einhver random fjöll og þá er ég eiginlega ekki að tala um að hafa kannski einstöku sinnum verið að hæka í kringum skíðasvæðið þitt eða eitthvað álíka. Til þess að gera þetta af öryggi þarf ákveðin búnað. Sjálfur er ég mjög spenntur yfir þeim möguleikum sem Ísland hefur uppá að bjóða hvað varðar úrval fjalla og snjóalög í þeim. Við vorum 4 á sínum tíma frekar all in í brettamennskunni en núna eru 2 komnir í háskóla en óljóst hvort annar þeirra haldi áfram en hinn er lost case :)

Það er frekar erfitt fyrir reynslulausan mann að finna sig bera sig að þegar kemur að öryggisatriðunum því þetta er dauðans alvara. Snjóflóðanámskeið er góður undirbúningur, réttur búnaður og virðing!.

Svona miðað við öörlitla reynslu sé ég að vélsleði opnar ennfrekar möguleikann á góðu rædi því fjallið þarf annars nokkurveginn að liggja við veg sem er þó ekki svo óalgengt þannig séð, eins og ég segi reynslan er ekki mikil.

Til að getað ferðast um landið að vetri til er þonokkuð betra að vera á jeppa og er ég sjálfur að smíða mér pallbíl (81 árg það var þegar pallbílar voru pallbílar og eitthvað var hægt að nota þetta!) til að geta notað í vonandi eitthvað svona ásamt öðru.

Menn verða gera sér grein fyrir að þetta er töluvert erfiðara en að keyra uppá skíðasvæði og renna sér og að powder í fjalli sem engin er að passa þig er frekar hard to get og menn mega alveg búa sig undir mikin undirbúning fyrir einhverja ferð að einhverju fjalli eða eitthvað álíka og síðan einfaldlega eru aðstæðurnar ekki fyrir hendi og þú þarft bara að hafa þig heim.

Það væri gaman að fá smá umræðu um þetta hér og einnig að sjá hversu margir eru í svipuðum pælingum og ég því ég fékk þessa hugmynd/löngun ekki beint í gær heldur hefur hún kraumað í nokkur ár.

Ég er ekki með neitt sérstakt plan en langaði bara til að sjá hvort það er raunverulegur áhugi á að skoða þetta nánar nú eða ef einhverjir þarna eru aldready byrjaðir. Það er svolítið erfitt að vera 2-3 í þessu 3 kannski gæti sloppið en oft forfallast einhver og þá er þetta frekar erfitt, þannig freeriders wanted.

en allavega kommentið ef þið hafið eitthvað að segja.

kv
Tommi