Hvað er eiginlega í gangi!
Enginn snjór og allt að því tveggja stafa hitatölur á landinu þegar að í raun ætti allt að vera á kaf í snjó og frost upp á 15-20 gráður. Þetta er ófremdarástand sem við þurfum því miður að búa við eins og staðan er í dag(sjálfsagt er einhverjir eins og ég út í Grikklandi að væla yfir því afhverju það er allt á kaf í snjó hjá þeim) Þetta er ótrúlegt helvíti, maður drífur sig í skóla og ætlar að eiga nægan tíma í að renna sér og þá bara kemur enginn snjór. Þetta endar sjálfsagt með því að ég þurfi að gera alvöru úr fyrirætlunum mínum og fara til Austurríkis um páskanna og vera þar í tvær vikur(búinn að redda mér frírri gistingu hjá félaga mínum)ég held að það myndi bjarga vetrinum alveg!
Með von um batnandi tíð bið ég að heilsa!
DZA