Jæja! Þar sem að það er ekki búin að koma grein hér í langann tíma, ákvað ég að koma með smá auglýsingargrein. Vildi bara láta menn vita af því að fyrir austan, (veit ekki með oddskarðið) er búið að snjóa grimmt síðustu 2-3 daga, og man ég ekki eftir slíku í öll þessi ár sem ég hef stundað bretti. Vanalega hefur kuldinn snúist í hita um páskaleytið, en nú er annað á döfinni, og því mikið púður í fjallinu. Stafdalur er ekki beint ak/bláfjöll/skálafell, eeen, eins og staðan er núna að mér skillst, þá erum við með púður, og nóg af því. Lyftan okkar er ein diskalyfta, um 1.5-8km að lengd, man ekki alveg, og er þetta lengsta staka diskalyfta á landinu. Á toppi lyftunnar er svo hægt að taka sér smá röllt á topp fjallsins, sem er vel þess virði, sérstaklega í þessu færi sem er núna. Þetta er ekki beint hlíðarfjall með sitt flotta park, en þar á móti er þetta flottur freeride staður með hengjum, klettum og fínum brekkum sem svíkja mann ekki. Hvað palla varðar, er einn meðal stór pallur á svæðinu, en umsjá hans virðist vera undir brettamönnum komið, þ.e.a.s hvað við erum tilbúnir að gera fyrir hann. Svæðið hefur samt upp á ótal möguleika að bjóða.

…svo ef þið viðljið komast í púður (á meðan það endist) og fínustu skemmtun, endilega skellið ykkur austur í Stafdalinn okkar :)