Nú hef ég ekki rædað á heimaslóðum og var svona að velta því fyrir mér hvort það væri eitthvað varið í púðurbransann hérna heima…
Er eitthvað hægt að fara ótroðnar slóðir t.d. í Bláfjöllum eða Skálafelli? Þið vitið… “first trackz” í ekta púðri? Ég hef gífurlegar áhyggjur á að geta ekki fullnægt púður og “off pist” þörfum mínum í vetur og þess vegna er ég á leiðinni til Chamonixxxx í 3300 metranna ofl., en þar var maður í vetur í eina 4 mánuði með næstum nóg af púðri í offpisti og einnig skóga!! Það eru nottla engin tré í þessu blessaða landi þannig að skógarræd er útúr sögunni…eða hvað?
Ég er ekkert að vera neikvæð á land mitt og er bara fegin að búa ekki í t.d. Danmörku þar sem fjöll eru engin, en maður má alltaf vera kröfuharður…

Nú segi ég bara takk&bless og sjáumst á þessarri fórnarathöfn á thomsen í kvöld! Friður Út