Nýir snjótroðarar á svæðin fyrir austan. Bæði Fjarðabyggð (Oddsskarð) og Seyðisfjörður (Stafdalur) hafa keypt nýja troðara fyrir skíðasvæðin og ætti að vera hægt að hefja notkun í byrjun nýs árs. Samkvæmt frétt á sfk.is um kaupin kemur fram að troðarinn sé sérútbúinn til að þjónusta brettafólk. Það verður spennandi að sjá að hvaða leyti hann er það. Nú er bara að vona að við austfirðingar fáum soldið af snjó og getum farið svolítið meira á bretti en síðustu vetur.

“Sveitafélögin Seyðisfjörður og Fjarðarbyggð hafa fest kaup á nýjum snjótroðurum sem báðir koma til landsins í lok ársins og verða komnir í notkun í byrjun janúar næstkomandi. Troðararnir kosta hvor um sig um og yfir tuttugu milljónir. Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri á Seyðisfirði segir tilkomu nýs troðara gjörbylta aðstöðu skíðafólks í Stafdal.”

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item173099/


“Í morgun var gengið frá kaupum á nýjum snjótroðara af gerðinni Kassbohrer Pitsen Bully 200 – Park árgerð 2006. Um sýningareintak er að ræða og því er bíllinn nánast ónotaður. Kaupverð er um 20 milljónir krónur hingað kominn. Troðarinn er mjög fjölhæfur og aflmikill og sérútbúinn til að þjónusta brettasvæði og er hann væntanlegur til landsins í desember. Á meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá troðara af Pitsen Bully gerð og hins vegar Ólaf Hr. Sigurðsson bæjarstjóra, Harald Hage frá Kassbohrer verksmiðjunni í Þýskalandi og Ívar Sigmundsson umboðsaðila.”
http://www.sfk.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1873&Itemid=182