Púður og meira púður í Kanadísku Klettafjöllunum Síðastliðin jól náði ég þeim geisimerka áfanga í lífi mínu að útskrifast sem stúdent. Nú get ég loksins látið drauminn rætast, farið í viðskiptafræði í háskólanum og orðið næsti Björgólfur Thor. Hvílík gleði!

Nei, nei, spaug. Ég ætla mér ekkert að skrifa um framtíðarplön mín hér á Huga. Ég vildi hinsvegar deila með ykkur því sem ég gerði mér til dundurs síðastliðinn vetur eftir útskrift.

Ég hef alltaf verið mikill flakkari og stóð alltaf til að ‘gera season’ eftir útskrift.
Upprunalega stóð til að fara til Austurríki en ég hafði áður búið í Austurríki og tala tungumálið en eftir umhugsun ákvað ég að breyta algjörlega til og halda í hina áttina, þ.e. til Norður Ameríku.

Kanada hefur alla tíð heillað mín og fór ég að skoða möguleikana í Bresku Kólimbíu.
Ég þekkti lítið til þarna á svæðinu annað en Whistler en það er án efa eitt þekktasta skíðasvæði heims.
Ég er hinsvegar lítt hrifin af ‘glis og glamúr’ lífi vetrarsport-senunnar og ákvað að leyta einhvers sem væri afslappaðara.
Ekki var ég búin að leyta lengi þegar ég komst á snoður um púður-paradís þar sem aldrei væru biðraðir og allir væru vinir. Engir stælar, ekkert attitjúd.
Þessi goðsagnakenndi staður var Fernie, lítill bær í suð-austur horni Bresku Kólimbíu í Kanadísku Klettafjöllunum.

Fernie er þekktur fyrir púður-púður-púður og meira púður og ‘no bullshit attitude’ gagnhvart bretta- og skíðamennsku.
Hvar sem ég aflaði mér upplýsinga fékk ég jákvæð viðhorf gagnhvart Fernie og komst að því að þetta væri staðurinn til þess að fara á ef maður væri á höttunum eftir góðu færi og góðu viðmóti.
Ég var ekki lengi að ákveða mig og stefnan var tekin á Fernie.

Ég hélt út 2. janúar, en eins og allir þeir sem ferðast hafa til vestur hluta Kanada vita er heljarinnar vesen að koma sér þangað frá Íslandi.
Ég valdi þá leiðina að fljúga til London og þaðan tók ég 8 tíma flug með BA til Calgary í Alberta fylki. Þaðan var svo hér um bil þriggja tíma bílferð til Fernie.

Það virtist sem svo að um leið og við fórum yfir fylkismörk Alberta og Bresku Kólimbíu að snjónum færi að kyngja niður. Það var ljóst að öll flugþreyta yrði að bíða seinna tíma því að von var á ekki minna en 20cm af fersku, fis léttu púðri daginn eftir.
Svona var þetta víst búið að vera síðan UM MIÐJAN NÓVEMBER !

Ég varð ástfangin af Fernie á svipstundu.
Þetta er lítill bær, ekki nema fimmþúsund manns búa þar en þessi tala hækkar hinsvegar verulega yfir vetrartímann.
Það er mikið af ‘seasonaires’ í Fernie. Stór hluti þeirra er breskur en Norðurlandabúar eru einnig mjög áberandi þó ég geti sagt með nokkurri vissu að ég hafi verið eini Íslendingurinn á svæðinu.

Í Fernie eru men yfirmáta vingjarnlegir og allir eru vinir. Það er reyndar ósköp góð skíring á þessu að mínu mati. Það er ekki annað en hægt að vera fullur af lífsgleði þegar maður vaknar nánast hvern dag við 20+ cm af fersku púðri.

Fernie Alpine Resort eða FAR er eitt skemmtilegasta skíðasvæði sem mér hefur hlotnast sá heiður að renna mér á.
Þetta er engan veginn ‘risa’ skíðasvæði eins og sumir venjast í Evrópu og Bandaríkjunum en þér á samt sem áður seint eftir að leiðast í FAR.
Svæðið býður uppá allan pakkann og ber að minnast á tvo yfirmáta góðann brettagarða sem voru alladaga í topp standi.
Það sem gerir FAR hinsvegar að frábæru fjalli er gnægðin af púðri, tréin, náttúrulegu ‘hálf-pípurnar’ og svo auðvelt aðgengi að ‘off piste’ og ‘back-country’.

Það finna allir sér ei-ð við hæfi í Fernie þó að það sé á hreinu að megin þorri sem þangað eru mættir eru í leit að ‘hreinni línu’ og kampavíns púðri.
Ef þú ert með buxurnar á hælunum, dúú-ragg og tilheyrandi viðhorf þá er þér ráðlagt að stoppa ekki í Fernie heldur halda áfram í vestur í góða 8 kltm til viðbótar og fara til Whistler.

Fernie er almennt álitin ódýrari en Whistler eins og flest öll minni skíðasvæði en verðmunurinn er hinsvegar alls ekki eins áberandi og einu sinni var.
Ég sem Íslendingur komst af býsna vel fjárhagslegaséð á meðan ég dvaldi í Kanada.
Mestan mun sá ég á húsnæðisleigu. Matur og drykkur voru einnig ódýrari en hér heima en menn meiga þó ekki búast við verði eins og í Bandaríkjunum. Verðlag er töluvert dýrara í Kanada en þar.

Það er nokkuð flókið mál að ferðast innan Kanada ef maður er ekki á einkabíl. Almennings samgöngur eru dýrar og tímafrekar.
Bensínverð er hinsvegar mjög ódýrt og því jafnvel ekki slæm hugmynd að fjárfesta í blikkbelju ef menn ætla að dvelja í Kanada til lengri tíma.
Ber þó að hafa í huga að vegalengdir í Kanada eru í engu samræmi við það hér heima. Breska Kólumbía ein og sér er meira en 10x stærri en Ísland.


Mér tókst þó að leggja þónokkuð mikið land undir fót á meðan ég var í Kanada og renndi ég mér á afskektum skíðasvæðum í Montana og öðrum skíðasvæðum í Bresku Kólimbíu en þau eru svo mörg að þó maður byggi ævilangt í Kanada ætti maður í erfiðleikum með að kynnast þeim öllum.

Minnistæðast er roadtrip til Golden sem er nokkuð norður af Fernie.
Á leiðinni skelltum við okkur á nokkur minni skíðasvæði eins og Kimberley og Panorama sem voru skemmtileg en þó ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.
Það sama er hinsvegar ekki hægt að segja um Kicking Horse eða KHMR eins það er skammstafað (Kicking Horse Mountain Resort).
Kicking Horse er rétt við bæinn Golden en fjalllendið þar í kring er eitt það allra, allra besta í heimsbyggðinni.

Kicking Horse er með nýrri skíðasvæðum Norður Ameríku og er þekkt fyrir ‘extreme terrain’ en gaurar eins og Teton Gravityeru mikið að filma þarna og var annar hver maður með ‘film crew’ í eftirdragi.

Ef þú ert ekki fullfær um að stjórna því sem þú ert að renna þér á, hvort svo sem það kann að vera snjóbretti eða skíði (ef þú ert á snowblades þá kemstu ekki einu sinni úr bílastæðinu á KHMR, þú yrðir hreinlega laminn), þá áttu ekkert erindi hingað.
Það er hinsvegar ljóst að skíðamenn eru í nokkrum meiri hluta í KHMR en það er kanski vegna þess að það þarf að 'traversa' mikið til þess að komast í herlegheitin (Biðst afsökunnar en á því miður ekki til betra íslenskt orð yfir traversing).

Með nöfn eins og ‘CPR Ridge’ og ‘Redemtion Ridge’ er greinilegt hvað er verið að gefa til kynna.
Það eru ekki nema fjórar liftur á svæðinu. Þrjár stólalyftur og einn express gondóli sem ferjar menn á topp svæðisins. Þaðan er hinsvegar aðgangur að endalausu fjallendi ef menn eru rétt búnir.
Mottóið í KHMTR er ‘steep & deep’ og eftir að hafa heimsótt staðinn skilur maður hvers vegna.
Það er bretta garður á svæðinu en hann er svo lélegur að hann er ekki þess virðist að minnast á og ef þú ert komin til KHMR til þess að fara í brettagarðinn þá þarftu að ei-ð að láta athuga þig.

Við vorum heppin með veður þá dagana sem við vorum í Golden og fengið ferskan snjó. Ég vissi vart hvað ég átti við mig að gera og var enn að fá ‘ferskar línur’ klukkan 14:00 um daginn.
Ég mæli eindregið með Golden og Kicking Horse handa hverjum þeim sem vill finna adrenalínið flæða.

Svæðið í kringum Golden þykir víst einnig vera eitt besta ‘sled-neck’ svæðið sem völ er á í Bresku Kólimbíu.

Mér leið mjög vel í Kanada og mun ég flytja þangað aftur út um leið og ég hef ráð á því.
Ég mæli virkilega með Kanada og þá sérstaklega Fernie (þó að innst inni í mér sé ákveðin púðurs-nískupúki sem vonast til þess að það komi aldrei neinn annar til Fernie svo ég fá meira út af fyrir mig).

Vonandi að þið hafið haft gaman af lesningunni og endilega ef einhvert ykkar hefur einhverjar spurningar varðandi Fernie og/eða Kanada þá endilega sendiði mér línu.

Hægt er að sjá ei-ð af myndum frá inná ‘Mæspeis’ síðunni minni.

Nú vona ég bara að við fáum sem mestan snjó í vetur svo að Kanada-fráhvarfseinkennin verði ekki sem verst.

- Fernie Alpine Resort
-
- Our Fernie
- Fernie
- Todd Weselake Photography
- Kicking Horse Mountain Resort