Rodney Mullen John Rodney Mullen var fæddur Águst 17, 1966 í Gainesville, Flórída. Hann byrjaði á bretti Í Janúar 1, 1977 þegar hann fékk sitt fyrsta bretti þegar hann var 10 ára. Eftir níu mánuði var Rodney sponsoraður af Inland Surf Shop og keppti síðan í fyrstu keppninni sinni í Jacksonville, Flórída í freestyle skating. Þá var hann uppgvötaður af Bruce Walker, og varð sponsóraður af Walker Skateboards. Yfir næstu þrjú árin vann hann 30 sigra í Freestyle Skating. Síðan tapaði hann fyrir Steve Rocco um heimsmeistaratitilinn í Oasis Pro, 1980. Hann varð atvinnumaður á bretti með bretta fyritækinu Powell Peralta Bones Brigade. 1989 hætti Rodney í Powell og varð sponsóraður af World Industries með Steve Rocco. Þegar Freestyle keppnunum liðu í lok 1990 hafði Rodney unnið 34 af 35 sem hann hafði skráð sig í. Þetta er besti árangur í sögu brettakeppna. Hann hætta seinna í World Industries og gekk í lið við Plan B, ofurlið búið til af bestu skate-erum á þeim tíma. Í gegnum þetta tímabil vildi Plan B stofnandinn, Mike Ternasky, breyta fyrirtækinu frá Freestyle Skating yfir til Street Skating. Og tóku margir meðlimir Plan B undir þetta. Eftir dauða Mike Ternasky í bílslysi reyndi Rodney að stofna brettafyrirtæki sem átti að heita A-Team en átti erfitt með að koma því í gang vegna peningarvandamál. En árið 2000 náði hann að búa til A-Team ásamt March Johnsson. Seinna hættu þeir báðir með A-Team og stofnuðu Enjoi Skateboards. En Rodney vildi frekar vera í einhverju “Proffesional” hjólabrettafyrirtæki, þannig að hann hætti í því og stofnaði Almost ásamt Daewon Song árið 2003. Sem hann er í en þann dag í dag.

Rodney er mest frægur fyrir að vera brjálaðslega góður á bretti og að hafa búið til brögð eins og Kickflip, Heelflip, 360 flip, Impossible og mörg önnur. Hann hefur einnig búið til myndir fyrir byrjendur á bretti eins og The Mutt: How to Skateboard and Not Kill Yourself, Learning To Skate og Skate For Beginners.

Afsakið allar stafsteningarvillurnar í þessari grein, enda er hún mín fyrsta. En ég vona að þið hafið haft gaman að lesa hana! :)