Vá þvílík sorgar vika fyrir hjólabretta heiminn.


Shane Cross (1986-2007),

Þann 6 Mars síðastliðinn Lést Shane Cross í mótorhjóla slysi í Ástralíu.
Shane var farþegi á hjólinu en Ali Boulala Var að keyra hjólið. Ali Boulala er í dái á sjúkrahúsi í Ástralíu en í dag var byrjað að reyna að vekja hann, hann er enn talinn lífshættulega slasaður.
Þetta gerðist klukkan 01:00 að morgni og er talið að þeir hafi verið að koma heim af skemmtistað. Svo virðist sem að Ali hafi misst stjórn á hjólinu á gatnamótum og lentu þeir á hótel vegg.
Ali og Shane renndu sér báðir fyrir Flip.


Ben Pappas (1978-2007)

Ben fannst látinn síðastliðinn laugardag eftir umfangsmikla leit.
Nokkrum dögum áður fannst lík kærustu hans þar sem að henni hafði verið vafið inn i rúmteppi og sökkt í á.
Ekki er vitað að svo stöddu hvort Ben hafi gert þetta og síðan framið sjálfsmorð eða hvort þeim hafi hreinlega verið rænt og síðan myrt.

Ben Pappas var einn besti vert skeitari heims um tíma ásamt bróður sínum Tas Pappas

Þetta er mikill missir fyrir Ástralíu….megi þeir báðir hvíla í friði og vonandi mun Ali Boulala ná sér að fullu.

Hægt er að lesa um þetta á öllum helstu hjólabrettavefjum

Reyna