Mín snjóbrettareynsla síðustu 15 ár eða svo

Mín snjóbrettareynsla síðustu 15 ár eða svo.

Jæææææja, þessi grein er tileinkuð Birki og Gunna [bam/BirkiR og fjarhundur]
Megi þeir stjórna áhugamálinu vel og lengi.


Þegar ég fór í fyrsta skipti uppí fjall með mömmu minni og pabba, þá datt ég örugglega milljón sinnum,, enda var ég á skíðum, fuss, hvað var málið með þau? Varð aldrei neitt góður á þeim, gat brunað, en ekkert meira. Datt bara á hausinn og sneri uppá löppina á mér nokkrum sinnum :)

Svo loks þegar ég var orðinn eitthvað í kringum 11-12 ára, þá keypti ég mér mitt fyrsta snjóbretti, sem ég á enn í dag, og nota líka reyndar, en meira um það seinna.
Ég notaði það voðalega lítið fyrsta árið, útaf snjóleysi, komst svo til Ísafjarðar uppí fjall þar og fékk mína fyrstu 3 beztu snjóbretta daga lífs míns. Það er erfitt að bæta þá. Þeir voru ótrúlegir, það var sól, voðalítill vindur, hlýtt, og bara, geðveikt gott veður.

Ég byrjaði á því að læra á barnalyftuna, það tók um það bil 15 ferðir, hehe.
Svo kom að því að ég þurfti að renna mér niður án þess að detta. Það tók örugglega svona 30 ferðir við og við. Meina, hvar er snjóbrettaferð ef maður dettur ekki?

Svo eftir allt braslið í barnabrekkunni meðal litlu krakkanna [Athugið að ég var sjálfur barn :)]
Þá fikraði ég mig uppí miðlyftuna þarna á Ísó, hún er voðalega erfið ef maður er byrjandi eins og ég var. Ég datt svona 5 sinnum og þurfti að byrja uppá nýtt áður en ég komst alveg upp. Bévítans staurarnir voru alltaf fyrir, klessti í nokkur skipti á þau, og er þegar ég sé byrjanda gera það, hlæ ég ekki að honum, spyr hann frekar hbort það sé í lagi með hann, því ég veit það er mjög pirrandi og leiðilegt að lenda á staur, munið það þið þarna “pr0's” sem eruð alveg hrikalega svalir.

Þegar maður var svo loksins kominn með þessa flottu takta sem maður fær eftir einhverja reynslu, þá reyni maður að sviga, og það tókst mér sko ansi vel. Eða,, bara í eina átt fyrst, og endaði úti á hálum ís, munaði nokkrum sentimetrum að ég hefði steypst ofaná ánna sem rennur við hliðina á miðjubrekkunni og barnabrekkunni, en ég slapp.
En óneii, ég hætti ekki að reyna að sviga, ég tók mér pásu, fékk mér kakó og brauð eða eitthvað gott. Hélt svo áfram og náði þessu loksins, samt hef alltaf verið betri til vinstri. Enda er ég örvhentur og örvfættur [Eins og Osama Bin Laden]

Nóg komið af ísafirði, þó það sé góð aðstaða þarna
:)

Svo kom til að ég fór í Skálafell, í annað skipti, en í fyrsta skiptið fór ég víst á þessum skíðum, þegar ég var 5 eða 5, voddahell mates.
Eitt verð ég að segja: Skálafell er ooooooooofur staður. Æðisleg stólalyftan, klikkaðar leiðir, allt mögulegt og æði, mæli með því að fara þangað ef maður er orðinn leiður á Bljáfjöllum.
Ég held ég hafi verið þarna í einhverka 5 tíma stanslaust þangað til mamma dró mig í nesti og svo 20 min svo heim :(
En ég var sáttur, allur veturinn var framundan þá.
Þó komst ég voðalega lítið á bretti fyrren í mars [Fór líklega í skálafell um des-jan]


Því í mars, óóó, í mars er skíðaferð meðal unglingadeildinnar í skólanum mínum sem ég er að klára núna þennan vetur.
S.s var að fara í fyrstu ferðina, við hraðferð[skólinn minn skiptir 8.9.10 eftir ferðum, hægferð, miðferð og hraðferð, fer eftir námsgetu] og hraðferð fór með öllum 10bekk.
Sem var bara stuð, því 10bekkur kunni á þetta, voru með bíltuðrur, diska og fleira skemmtilegt sem við fengum ávallt að prófa.

Og það besta var að eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir og segja okkur reglurnar máttum við vera úti til eins lengi og við gátum. [Samt ekki lengur en 19 því þá er kvöldmatur, hehe] En þið verðið að átta ykkur á því að 14 ára gaur eins og ég var þá, nýorðinn þá var að brettast með félögunum í nokkra tíma algjört æði, og er það enn í dag.

Og daginn eftir, þá opnaði svæðið 09:30, bara fyrir okkur! Plús það var klikkað gott veður og MIKILL snjór þessa 3 daga sem við vorum þarna.
Rideriderideriderideride.

Svo fórum við nokkrum sinnum eftir þessa ferð en það er ekki vert að segja frá.
Svo kom 9 bekkjar skíðaferðin, og þá var lítill snjór og massívt rok og illveðri, sem var síður en skemmtilegt. Allir frekar þungbúnir í rútunni.
Svo var mætt á staðinn og séð að það er þó kveikt á lyftunum, þannig við orguðum af kátínu og drulluðum öllu stuffinu okkar á rétta staði og ruddum áttunda bekk frá í leiðinni.
Eftir allt heila klabbið flýttum við okkur í bretta og skíða gírinn [fyrir þá sem skíða, hnuss]
Og hlupum eins hratt og við gátum, sem var örugglega frekar fyndið að sjá í fjarlægð, fullt af krökkum hlaupandi eins hratt og þeir geta með snjóbretti og skíði í fullum útbúnað.

Í þessari ferð fékk ég áhugann á því að stökkva, stökkva hátt, lengi, langt, og gera eitthvað trick. Og eyddi ég alllöngum tíma í að stúdera þetta og framkvæma svo.

Seinna um daginn var lyftunum lokað því það var of mikið rok, en ekki gáfumst við nokkrir snjóbrettanaglar upp, ónei! Við löbbuðum 3 eða 4 sinnum upp Kóngsgilið og renndum okkur niður.

15-25 min leiðin upp
Minna en 2 min leiðin niður :(

Mæli ekki með því að labba þarna upp, það er ekkert létt sko, tókum örugglega svona 20 metra, og hvíldum okkur í 5min, hehe.

Nóg um það. Eftir þessa ferð þá fórum við nokkrir vinir [maggiELITE, GeiriELITE, siggiELITE og einhver hommi sem stundar ekki huga (sorry Steini)] stundum á bretti og var það ýkt mega geggjað. Vorum eitthvað að railast þarna og skemmta okkur eins og fólk gerir gjarnan á snjóbretti eih?

Og núna þegar ég klára þessa grein er ekki enn kominn snjór, sem er bögg, mér finnst eins og snjórinn eigi að koma 1október á hverju ári og fara um miðjan apríl. Það væri nú aldeilis ágætt.
En ætla ég nú að ljúka þessu, og minni ykkur alla á brettafélagið DestinationX sem býðir ykkur öllum að joina! Heimsækið bara www.blog.central.is/svarid og skrifið í gestabók eða sendið mér PM hérna á þessari sniðugu síðu hugi.is.

Sjáumst í fjallinu, kveðja Jón eða OfurKindin.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið