Sumarið ætlar ekki að leika við okkur sem heima sitjum á klakanum! Af þeim sokum hefur lítið verið um hjólabrettasessionnið í sumar og nánast ekkert hægt að skeita í sumar En ekki er öll von úti en! fylgist vel með :-D aldrei að vita hvort við reynum ekki að halda eitthvað skemmtilegt session áður en sumarið er búið.

En það sem hefur bjargað brettasumrinu er að sjálfsögðu brimbrettin. Surfið hefur verið ágætt að undanförnu og við skelltum okkur nokkrar að surfa á Snæfó í Júni og síðan hafa náðst nokkrar góðar öldur í Sandvík, Grindavík og þorlák. Í sumar var líka í fyrsta skipti haldin hátíðlegur alþjóðlegi brimbrettadagurinn sem Nikita stóð fyrir.

Við stelpurnar ( Ég, Maggý, Elín,Ása,Solla, Ásdís, Ingunn, Rúna, Björk og Guðbjörg ofl.) ætlum að skella okkur til portugal að surfa 22ágúst. Við stefnum á brimbrettabæinn Baleal norðarlega á portugal s.s klukkutíma frá Lisabon.Við erum með frátekið hús (22ág til 12sept) sérstaklega fyrir íslenskar stelpur og ef það eru einhverjar sem hafa áhuga á að koma í campið á sama tíma og við getið þær haft samband við Mig ( Lindu ) á email sumarlina@gmail.com.

Allar upplýsingar um campið má finn hér. Hægt er að bóka í gegnum mig til þess að geta verið í sama húsini.Þar munum við að halda upp góðri stelpu stemmningu. Campið á 3-4 hús þar sem allraþjóða kvikindi gista og læra að surfa. Hægt er að kaupa pakka þar sem innifalið er Gisting, leiga á bretti og Galla + kennsla 2 tíma á dag alla virka daga. Ódýrustu beinu fluginn eru með plúsferðum en þá þarf að koma sér sjálfur til Baleal. Annars er hægt að fluga til Lisabon og taka rútu til Peniche þar sem Baleal er.

Ég hef farið þannað tvisvar sinnum sjálf og get ábyrgst að þetta sé mjög skemmtilegur staður og að þeir bjóða upp á mjög góða kennslu.

Endilega hafið samband ef ykkur vanta nánari upplýsingar. Það fyllist fljótt í öll flug og í campið þannig að það er best að bóka sem fyrst. ( ps. stelpurnar sem ætla í campið verða að vera yfir 18ára eða í fylgd með fullornum)

kv Linda