ferðasAra:  þyrlurennsl í Kákasus Ófáir skíðalingar hafa látið sér dreyma um dag í Þyrlurennsli - láta henda sér útúr gamallri rússnenskri herþyrlu útá einhvern topptind sem enginn hefur skíðað niður….

Vinkona mín og ég létum nú loksins verða úr þessum draumaórum og skelltum okkur til Kákasus fjallana nú í seinnipart mars mánaðar. Það er nú ekkert bara gengið að því að bóka sér innanríkisflug og græja vegabréfsáritanir fyrir fjallahéröð svo við redduðum okkur smá lókal aðstoð. Þá eru líka minni líkur á að manni verði rænt af tjétsenískum ofsamönnum sem eru ekki svo langt í burtu..

Sjálfa þyrluferðina gátum við pantað sjálfar með viðkomu á Alpaskrifstofu dalsins við rætur Elbrus fjalls (hæsta berg evrópu), og síðan var það bara að bíða eftir rétta deginum. Að sjálfsögðu sitja stöllur ekki aðgerðalausar ámeðan beðið var - enda komnar til að renna sér þarna ca 9 daga… og það eru nokkrar stólalyftur og Kláur uppí tæp 3800 metra hæð á Elbrus fjallinu. Það er m.a.s. byrjendabrekka þarna efst… en það þarf ekki að fara langt í hið ótroðna - þarsem púðrið var okkar!
Heppnin lék við okkur, og á sama tíma og við dvöldum í dalnum var þar haldin Rússnenski Bikarinn í Frjálsrennsli (freeride). Bikarinn var opinn öllum, og auðvitað á maður að nota tækifærið og skrá sig! Svo við fengum að kynnast þarna öllu bransaliðinu og öllum gædum úr öllum helstu skíðasvæðum landsins stóra - sem voru samankomnir til að keppa og drekka kampavín og konjak. (ekki vodka!)
Því miður komum við ekki heim með gullpening þarsem þyrludagurinn okkar stóri lenti á sama degi og undandúrstlitin - en það var gaman að vera memm…. sem einu útlendingarnir í keppninni ásamt einni eistneskri stelpu.

meðfylgjandi mynd er tekin af þyrlunni rétt eftir að hún henti okkur 20 farþegunum (riiisa þyrla - líkist skólarútu á spöðum!) út á einhverjum hrygg við landamæri Georgíu.
Mæli hiklaust með að fólk prófi þetta ef það getur - en persónulega vil ég fara með 15 vinum mínum næst til að tryggja að við fáum að ráða ferðinni og erfiðleikastigi rennslins. Það er ekki flogið nema það séu minnst 15 í þyrlunni - nema mar sé milljónamæringur að sjálfsögðu…

segji bara SPASIBA frá CAPA - rússkí karamba að eilífu púður amen.