Arnar Freyr Valdimarsson Veit að þetta er inn á bigjump.is, en langaði líka að koma þessu á framfæri hér:

Hvíl þú í friði kæri félagi.

A.K.A: Arnar Snákur, Arnar Slark, Arnar Litli.

D.O.B: 10.12.1982

R.I.P: 20.03.2006

Ég vil byrja á því að senda ættingjum, vinum og öllum þeim sem voru það ríkir að hafa þekkt Arnar samúð mína.

Flestir sem þekktu Arnar þekktu hann undir hinum og þessum nöfnum eins og Arnar Slark, Arnar Snákur eða Arnar litli. Öll þessi nöfn sem hann Arnar bar eru góður vitnisburður um þann frábæra karakter sem þessi drengur bjó yfir. Ég man alla vega ekki eftir Arnari öðruvísi en hann væri skæl brosandi og eitthvað að gantast.

Ég kynntist Arnari aðalega í gegnum brettamennskuna og man fyrst eftir honum sem 14 ára kjaftforum, brettasnilling með hanakamb. Ég á margar góðar minningar úr fjallinu með og af Arnari. Eitt atvik er mér minnisstætt þegar Arnar bombaði á pallinn á Ak Extreme 2003 ber að ofan bara til að “plísa krádið”. Arnar hefur verið virkur þátttakandi í íslenskri brettmenningu síðustu 10 árin eða svo, enda var drengurinn snillingur bæði á hjólabretti og snjóbretti. Ég veit að íslensk brettamenning er mun fátækari í dag eftir fráfall Arnars.

Ég veit að Arnar er kominn á betri stað núna, stað þar sem púðrið er alltaf ferskt, malbikið alltaf þurrt og öldurnar ávalt hreinar. Ég kveð þig að sinni félagi en veit að ég á eftir að renna mér aftur með þér seinna. Þetta er því alls ekki bless heldur aðeins sjáumst síðar.

Ég tók saman nokkrar myndir af Arnari sem þið getið skoðað á bigjump.is. Ef einhver hefur áhuga að bæta við þessar myndir eða heiðra minningu Arnars á einhvern hátt í gegnum bigjump.is er þeim meira en velkomið að hafa samband.

Þinn félagi

Geiri

geiri@bigjump.is