Shaun White Hann Shaun White (the flying tomato) hefur ekki verið lítið vinsæll undanfarna daga þannig að ég ætla að skrifa grein um þennan Rauðhærða brettasnilling

Shaun fæddist þann 3. September 1986 í Carlsbad, California. Hann byrjaði fyrst á snjóbretti þegar hann var 6 ára gamall, af því að bróðir hans Jesse var á snjóbretti.

Eftir að hann var búinn að vinna næstum allar keppnir sem hann tók þátt í frá 7 ára aldri þá fékk hann loksinns Styrk (sponsor) frá Burton og gerðist atvinnumaður við 13 ára aldur.

Árið 2003 tók hann þátt í vetrar X leikunum (Winter X Games) og vann þar “slopestyle” og “superpipe”, hann fékk einnig verðlaunin “besti íþróttamaðurinn”. Árið 2004 var hann er yngsti keppandinn til að vinna opna Bandaríska “slopestyle” mótið og einnig vann hann “slopestyle” keppnina á vetrar X leikunum aftur !
Ekki má gleyma því að hann vann Ólympíuleikana í hálfpípu (half-pipe) í Torino á þessu ári.

Ekki nóg með það að Shaun White sé snillingur á snjóbretti, hann er einnig mjög góður á hjólabretti og er t.d. búinn að vinna X leikana og fleiri keppnir.

Shaun White er búinn að græði fullt af peningum á snjóbretti og hjólabretti, hann á sína eigin fatalínu, 3 hús og nokkra bíla. Árið 2004 gaf hann út myndina “The White Album” sem að ég mæli með að allir eignist, svo er hann ný búinn að gef út myndina “First Descent” með Shawn Farmer, Nick Perata, Terje Haakonsen og Hannah Teter

Vona að þetta hafi verið fræðandi grein og endilega komiði með hugmyndir um hvernig á að þýða sum þessara orða, eins og “slopestyle” og fleiri
takk fyrir
Kv. Birki