Ég vil bara byrja á að segja mitt á lit á þessari hugmynd sem ég sá á Bigjump.is, um að brettafélagið eigi bara að splæsa í troðara og allir að leggja í púkk.

í fyrsta lagi ef verið er að tala um troðara til að leysa vandamálið um bretta pörkinn þá er verið að tala um 20.000.000 því það er nær ómögulegt að nota þessa gömlu jálka.

Ég veit að eithver strákur frá bretta félaginu náði sér í vinnu véla réttindi og fór út á námskeið til að læra að búa til pörk. Ég held að peningunum sé miklu betur varið að senda 3-4 í vinnu véla próf og á sona park námskeið því ég held að ég sé að fara með rétt mál að þessi strákur var að fá lánaða troðara uppfrá til að búa til palla og soleiðis. Sem leysir stórt vandamál því þekkingin uppfrá á pallabiggingum er ekkert rosaleg ef ég veit rétt.

Einnig held ég að það yrði mjög sterkt ef Brettafélagið mynda standa upp með þá hugmynd að rukka fyrir notkun á pörkunum, þetta fyrir komulag er víða erlendis veit ég meðal annars hér í USA þar sem ég er staddur.
Með þessu fyrirkomulagi held ég að skíðasvæðin yrðu miklu opnari fyrir að hjálpa til við að koma upp pörkum því allt kostar jú peninga.
Þetta er jú auka vinna fyrir þá sem skíðafólk er ekki að sækjast eftir, minsta kosta fæst við erum jú að sjá mikla þróun þar líka í átt að meira freestyle eins og við eigum að venjast í brettunum.

þá kemur örugla upp að skíðafélögin fái ódýrari árskort og allt það. Ég held að ef Brettafélagið færi fram og byði um þetta líka þá hugsa ég að þeir tækju öruglega vel í það. En skíðafélögin gera mest alla vinnuna rukka og gera allt nema búa til kortinn og þar með spara þeir sér hellings vinnu á skíðasvæðunum.
Mér finnst að brettafélagið ætti bara að beita sér fyrir því að skráðir félagar geti fengið þetta á sömu kjörum.
En ekki eins og ég hef verið að sjá fólk kvarta yfir hér á spjallinu að allt bretta fólk eigi að fá þetta á sömu kjörum.

Svo finnst mér umræðan hér um skíðafólk vs. brettafólk alveg hræðileg. Þetta er oftast bretta fólk sem sem er að setja útá skíðafólkið, þó skíða fólkið sé nú ekki saklaust heldur. Mér finnst að við sem stundum fjöllin eigum að standa saman og vinna saman, ekki rakka hvorn annan nyður eins og ég veit ekki hvað. Við erum jú með stærstu grundvallar þarvirnar sameiginlegar, lyftur, skíðaleiðir og snjór.

kári