Elekrep

HDP Films. 2005. Finnland. Ókeypis.

Hver; Risto Mattila, Miikka Hast, Juuso Laivisto, Joni Mäkinen, Aleksi Vanninen, Heppu Pentti, Vesa Nissinen, Antti Seppälä, Anssi Manninen, Tuomo Ojala, Eero Ettala, Jukka Ëratuli
Antti Autti ofl.

Tónlist; Comfort Fit, DJ Gabro & Frankly Irrational, Northbound, Aleksi Virta ofl. Þokkalega fönkí soundtrack.

Það eru nokkrir Finnar sem sendu frá sér myndina Elekrep nú í haust og fæst myndin frí til niðurhals á netinu. (www.elekrep.com)
Þetta er þrusu ræma og alveg hreint með ólíkindum að þetta sé low budget mynd sem fæst fyrir frítt.

Flest allir þessir strákar eru lítt þekktir en rústa þessu allir sem einn. Rennslið í myndinni er að mestu leyti freestyle með mikilli áherslu á jibb og rail. Það er óhætt að segja að Finnarnir gjörsamlega ‘ówni’ í jibb deildinni.

Mestur hluti myndarinnar er tekinn í Finnlandi en þó einnig í Austurríki.
Þeir skella sér á alveg hreint ótrúlegt road gap sem ég held að hljóti að vera í Austurríki (veit einhver?). Svo er slatti af backcountry efni sem er gaman af.

Þetta er skemmtileg mynd sem sýnir að mínu mati fram á það að finnsku krakkarnir eru án efa að gefa frá sér það ferskasta í skandinavísku snjóbrettasenunni. Það er ferskur blær yfir henni og greinilegt að allir sem komu að myndinni höfðu gaman af. Nema þá kanski þeir sem slömmuðu feitast því að það eru nokkur þokkalega ógeðfeld slömm þarna skal ég sko segja ykkur.
Finnskur bretta félagi minn sagði mér einu sinni frá því að þeir félagarnir ættu það til að setja TigerBalm á ‘hneturnar’ sínar þegar frostið er komið niður fyrir -15C. Já, þetta eru sko alvöru tappar þarna í Finnlandi.

Svo í lokinn ætla ég að taka mér það bessaleyfi og fullyrða það að þetta er í fyrsta skipti sem e-r hefur kúkað í fötu í snjóbrettamynd! Já, toppiði það.

Gerið sjálfum ykkur greiða og náið ykkur í þessa snilldarinnar mynd á www.elekrep.com

91 Words for Snow

Blank Paper. 2005. Alþjóðleg. Ókeypis með ákv. Tímaritum.

Hver; Nicolas Müller, David Benedek, Shaun White, Sani Alibabic, Marco Grilc, Mike Basich, Justin Benee, Christoph Weber, Darell Mathes, Freddy Kalbermatten, Jeremy Jones.

Tónlist; West Indian Girl, The Notwist, Mellow, Masta Ace, Grandaddy, Starlight Mints, Sepalot, 13&God, Zoot Woman, Cut Copy, Toymaker, The Go! Team, Queens of The Stone Age, Noise For Pretend.

91 Words for Snow er án efa ein mest spennandi mynda ársins 2005 og ef ekki bara allra tíma.
Myndin gefur af sér keim heimildarmyndar þar sem því skrítna fyrirbæri, snjóbrettamanninum/konunni og því sem þau elska er gert skil. ‘Ræderarnir’ setjast niður og segja örlítið frá því hvað það er sem þeir elska við sportið og hvað fær þá til þess að leggja allt í sölurnar fyrir það.

Myndin er hugarfóstu David Benedek, Christpoh Weber og Boris Benedek en Boris er einmitt maðurinn á bakvið Follow og Follow Up sem eru einmitt tvær upphálds myndirnar mínar.
Það er mitt persónulega mat að 91 Words for Snow eigi heima á Sundance en hef ég því miður ekkert heyrt um að hún hafir verið send inn.
Mynd þessi er án efa næst því sem hingað til hefur verið komist að útskýra þetta fyrirbæri, snjóbrettamanninn, frá sjónarhorni hans sjálfs.
Mynd ársins að mínu mati!

Myndatakan í ræmunni er alveg hreint stórkostleg og þeir sem kannast við Mike Basich og hans verk vita alveg hvað ég er að tala um. Alaska hluti myndarinnar er svo epískur að hann ætti að skilja eftir væna rönd í öllur undirfatnaði.

Jibbið fær líka að njóta sín. Það eru þeir Darrell Mathes og Justin Benee sem rústa því í þessari deild.
Skemmtilegt er það sem þeir hafa að segja um jibbið en jibb hefur fengið nokkuð mikið diss sem litli skítur bretta heimsins.

Það er alveg óendanlega gaman að horfa á Nico Müller renna sér. Það er eiginlega eina orðið sem passar, gaman! Slow-motion pipe kaflinn hans er svo flottur að ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég horfi á hann. Og svo að fylgjast með honum ‘olla’ og ‘smjöra’ út um allar trissu. Ekta fjör.

Það er farið út í alla sálma í myndinni. Frá Alaska til Utah til Þýskalands til Japans. Hún skilur engan eftir vonsvikin og allir sem séð hana hafa lofa henni út í yrstu æsar.
91 Words for Snow fær fullt hús stiga frá mér og mínum. Hún stendur uppúr mynda flóðinu sem ferskur blær í þreyttum meðalveginum.

Futureproof

Absinth Films. 2005. Austurríki. Í almennri sölu.

Hver; Gigi Rüf, Romain De Marchi, Wolle Nyvelt, Kurt Wastell, Trevor Andrew, Jonaven Moore, Christophe Schmidt, DCP, JP Solberg, Matt Beardmore, Nicolas Müller, Chris Coulter, Yannick Amevet, Nicolas Droz og Jussi Travainen.

Tónlist; Nina Simone, Blonde Redhead, Louis XIV, Trans Am, Cursive, Handsome Boy Modeling School, Fugazi, Gorillaz ofl.

Hérna eru á ferðinni sama fólkið og á bakvið myndirnar Pop og Vivid sem við könnumst flest við.
Þetta er klassa ræma sem er tekinn upp í Utah, Tahoe, Alaska, Japan, Riksgränsen, Damüls, Crans Montana og Les Crosets/Champery.

Þessi mynd er ekki fyrir þá sem eingöngu vilja sá jibb og park rennsli.
Eina park efnið sem ég man eftir þegar þetta er skrifað er þegar Chris Coulter bombar þvert yfir eitt stykki super pipe og svo þegar Wolle Nyvelt krúsar niður super pipe’ið á snowskate.
Mestur hluti myndarinnar er backcountry og ef lýsa ætti myndinni í þremur orðum þá væru þau púður, púður og púður.
Alaska hlutinn er vangefið flottu og opnunar hlutinn hans Gigi Rüf er ruglaður. Ekki er heldur verra að undirspilið er Sinner Man með Ninu Simone. Þetta er gæsahúða efni ég veit ekki hvað. Alveg án efa moment myndarinnar.
Japan efnið er engu líkt og gjörsamlega rústa DCP og Nico Müller öllu saman. Það mætti halda að þeir félagar væru að renna sér á fallegu skýji heldur en í venjulegum snjó. Svo er skemmtilegt gestainnlit frá Megan Pischke en þess má geta að Pischke og DCP eru gamal kunnir íslandsvinir.

Þónokkur varð fyrir vonbrigðum með Futureproof og er þá tónlistinn oft nefnd. Fólki finnst sountrackið ekki vera jafn skemmtilegt og í Pop en ég er ekki sammála. Mjög skemmtileg tónlist og á heildina litið er myndin frábær.
Sumum gæti þótt hún einhæf með svo mikið af backcountry efni það er þá bara folk sem kann ekki gott að meta.
Heilsteift mynd sem allir ætti að sjá.

* Gaman væri svo að heyra hvað öðrum hefur fundist um þessar og aðrar myndir sem þau hafa séð í vetur. Höldum fjörinu gangandi.