Þessi 3 skíðasvæði sem ég hef hvað mest stundað heita eftirafarandi: Hlíðarfjall, Bláfjöll og Skálafell
Hér á eftir kemur smá samanburður um þessi svæði.

Hlíðarfjall: Eina páskana fyrir ekki of mörgum árum síðan byrjaði ég minn “snjóbrettaferil” ef svo má kalla það, ég byrjaði á stólalyftunni vegna þess að það var auðveldast að byrja í þeirri liftu, annars hefði ég að öllum líkindum dottið aftur og aftur í diskalyftunni og á endanum bara gefist upp og lagt snjóbretti upp á bátinn. En þegar ég rendi mér niður gat ég ekkert, náði að renna mér einhverja nokkra metra og svo bara beint framan á andlitið. Þá notaði ég ekki hjálm, en sem betur fer var ég heppin og ekkert gerðist þó að ég hafi dottið á hausinn og rúllað u.þ.b. 4 hringi í röð. En það er held ég eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævi minni.
Nóg af blaðri, að mínu mati er Hlíðarfjall næst skemmtilegasta skíðasvæðið af þessum fjórum stærstu skíðasvæðum á íslandi.
Það er að mínu mati það lang fjölbreyttast, hægt að leika sér í suðurbrautinni alveg hægri vinstri vinstri hægri án þess að fá leið á því, svo er það auðvitað þegar maður er kominn upp strompin, þar er ofur gaman, bæði fallegt útsýni og líka fullt af leiðum, í rauninni er bara einn galli við svæðið fyrir ofan strompinn. Hann er að maður getur næstum ekki valið, það er bara ofur gaman þar.
Svo er auðvelt að fara niður á skíðahótel og fá sér kakó þegar maður verður þreyttur… mmmmm kakó *slef*.
Svo þegar maður er búin að fá sér kakó getur maður rennt sér niður að fjarka og þá er maður strax komin þangað sem maður vill fara.
Í rauninni liggur allt í hringi þarna, sem mér finnst mikill kostur, því þá er maður alltaf komin á sama stað hvað sem maður gerir, nema auðvitað að maður renni sér “óvart” neðar en skíðasvæðið liggur og allt í einu komin niður í einhvern dal, eða hreinlega niður í bæ.

Bláfjöll: Það finnst mér slakast, allt of einhæft þrátt fyrir að það sé svona stórt. Bara upp og niður, upp og niður. Maður fær í rauninni enga tilbreytingu, lítið hægt að freeride-a þarna t.d.
E.t.v. finnst mörgum Bláfjöll skemmtilegast, en þetta er bara mín skoðun. Jú, það er mjög gott að búa til palla þarna og gaman að hitta ættingja og vini, en þetta er það svæði sem allavega ég hitti flesta.
Nýja liftan auðvitað bætir það að það er gaman að fara upp, en það er ekkert búið að bæta niðurganginn. Suðurliftan, man ekkert hvað þetta heitir núna, er líklega skemmtilegust, maður getur rennt alveg úper hratt án þess að vera í mikilli hættu á að vera að klessa á fólk, vegna þess að þetta er það stór brekka að fólkið dreyfist mjög vel.

Skálafell: Já, þið gátuð eflastu giskað á að mér fyndist það svæði best.
Ég held að það séu nú ekkert allt of margir neitt ofur sammála mér í þessu, en ástæða þess að ég elska þetta svæði er að það er svo mikil víðátta, einnig finnst mér gaman að geta farið ofan í gilin þarna, sem ég bókstaflega elska að gera.
Líka að þegar það er þoka, finnst manni eins og þetta skíðasvæði sé endalaust því maður er kannski að renna sér á nokkuð góðum hraða og sér kannski bara 4-5 metra framm fyrir sig og brautin virðist aldrei ætla að enda, venjulega þegar svoleiðis aðstæður eru fer ég á endanum útaf brautinni bara einhverstaðar svo maður verði nú einhverntíma komin niður, en þá getur maður lent í hinu vænasta Off-pizti, sem er ekkert nema coolio sko.
Það sem gefur líklega nokkurn byr undir aðdáun mína á þessu svæði er líklega að ég hef farið í tvær skíðaferðir þangað með grunnskólanum mínum þegar ég var í grunnskóla. Þar gerðist nú margt og minningarnar kannski bæta svæðið mikið.
Í skálafelli náði ég líka næstum því, fyrsta back flippinu mínu en það gerðist víst ekki.
Þetta svæði hefur gert svo margt fyrir mig, ég hef náð eiginlega öllum mínum trickum fyrst þar.

Fjórða svæðið er svo Ísafjörður, en ég hef hreynlega aldrei rennt mér þar og þykir mér það mjög miður, þar sem ég hef komið þangað um sumör og séð myndir af því á veturna og ég get hreinlega ekki beðið eftir að fá að prufa það svæði.