hÖnnun HjólabrEttaparka? elsku fÓlk.

Nú treysti ég á ykkur sem hafið ástríðu á hjólabrettapörkum til að segja mér hvað ykkur þykir mest spennandi við parkið:
pæpið, poolið, railin, samsetningin eða eitthvað annað?

Er að gera smá könnun fyrir verkefni og vil fá ykkar álit þarsem mín brettakunnátta afmarkast við langbretti og snjóbretti. þarf að fá óskir um notagildi hjólabrettaparka frá byrjendum, lengrakomnum og keppendum.

stærð parksins, fjölbreytni í hæfnisflokkum, efni (steinsteypa, tré, steinn..?), það sem er umhverfis parkið (staðsetning), stemmning og veðurfarsvernd. (huxað sem utandyrapark)
- þetta eru allt þættir sem þið megið endilega hjálpa mér með.

sem dæmi má nefna parkið í malmö: http://www.ptrskate.com/projects.php eða, að mér skilst, stærta park vEraldar í Shanghæ: http://www.smpskatepark.com/garage.htm


Að lokum má geta þess að þetta yrði ekki einungis ætlað hjólabrettum, heldur líka bmx, línuskautum og þessvegna fjarstýrðum bílum… allavega allt nema buffaloskó-hlaupabraut.

vOna að einhverjir sjái sér fært um að koma með einhverjar óskir og draumóra….

með óskir um góðan vetur fullan af hvítu efni: sArax