Hendi þessu hér inn til að fá feedback um hvað fólki finnst um þessa keppni/hugmynd mína. Þetta er að sjálfsögðu tekið af bigjump.is eins og allar mínar greinar.

Það er heldur betur góðar jibb aðstæður um allt land. Af því tilefni ætlar Geiri Frændi að bjóða brettfólki smá auka hvatningu til þess að fara út í snjóinn og jibba. Ef þú veist ekki hvað jibb er, þá er þetta jibb.

Hvað er ég að tala um, ég er að tala um:

Jibb Keppni Geira Frænda

Hvar: Í raun og veru hvar sem er á Íslandi. Skiptir ekki máli hvort þið séuð á Raufarhöfn eða í Bolungarvík.

Hvenær: Byrjar í dag Lau. 29. okt og líkur fim. 3. nóv. 2005.

Um hvað snýst keppnin: Jibb keppni Geira frænda snýst einfaldlega út á það að þú farir út að jibba og náir mynd af þér að jibba sem þú svo sendir hingað inn (geiri@bigjump.is)

Reglur: Myndin verður að vera tekin á ofangreindu tímabili og á Íslandi. Þetta er ekki ljósmyndakeppni þannig að jibbarinn á myndinni fær verðlaun. Vídeobrot ekki leyfð að þessu sinni. Myndin sem er send inn má helst ekki vera stærri en 1 mb. Aðeins er ein mynd leyfð per jibbari. Fullt nafn jibbarans, aldur, staðsetning og dagsetning verða að fygja þegar myndin er send inn. (geiri@bigjump.is)

Verðlaun: Veitt verða verðlaun fyrir þrjá bestu jibbarana. Jibbararnir verða metnir eftir frumleika, flottleika og erfiðleika. Verðlaunin eru eftirfarandi:

1. Jibbari: Oakley Goggles að eigin vali úr Oakley búðinni Smáralind

2. Jibbari: Grenade Hanskar að eigin vali úr Oakley búðinni Smáralind.

3. Jibbari: Oakley Húfa að eigin vali úr Oakley búðinni Smáralind.

Ef það er eitthvað sem er óljóst þá bara droppið þið mér email (geiri@bigjump.is). Þið drýfið ykkur svo út í snjóinn að jibba og dælið svo myndum á mig.

Lifið heil á feitu reil, ekkert beil, að eilífu púður amen!!

Geiri Frændi Bezzzzzzttttt

geiri@bigjump.is