Tekið af bigjump.is en um að gera að láta sem flesta vita af þessu:


Hvenær: Þriðjudaginn 01. nóvember 2005, kl. 20:00 til svona ca. 22:00.

Hvar: Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð

Hvað:

- Bókhald síðasta veturs 2004/2005 lagt fram

- Farið yfir það sem var gert og ekki gert síðasta vetur. Almenn umræða út frá því.

- Ný Stjórn Brettafélagsins kosinn. Þau embætti sem eru í boði eru: Formaður, Ritari, Gjaldkeri og Meðstjórnendur. Þeir sem bjóða sig fram í Formann eða Gjaldkera þurfa að vera 18 ára eða eldri. Engin aldurstakmörk eru í ritara eða meðstjórnanda stöðurnar.

- Almenn umræða um brettamál á Íslandi þeas ef tími gefst.

Ég vonast til að sjá sem flest ykkar á fundinum. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi Brettafélagið td. hvaða hlutverkum fólk þarf að sinna sem situr í stjórn, hikið ekki við að senda mér email: geiri@bigjump.is

Brettafélag Íslands er félag allra brettamanna á Íslandi þeas þetta er ykkar félag. Hlutverk þess er fyrst og fremst að standa vörð um hagsmuni brettamanna á Íslandi. Ef þið hafið eitthvað að segja ekki þegja. Mættið endilega og tjáið ykkur.

Eins og ég greindi frá fyrir stuttu síðan ætla ég ekki að gefa kost á mér í stjórn Brettafélagsins þetta árið. Ég veit að það er fullt af efnilegu brettafólki þarna úti sem hefur dug og getu til þess að starfa í stjórn Brettafélagsins. En og aftur ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi það að vera í stjórn Brettafélagins sendið mér email.

Sjáumst þar………….

Geiri

geiri@bigjump.is