Jæja, loksins er að koma vetur! Það er ekkert gott við veturinn þannig séð NEMA snjóbrettin! Þau vegaeiginlega gegn skólanum því að hann er svo ÓGEÐSLEGA leiðinlegur en brettin svo ÓGEÐSLEGA skemmtileg þannig að það má segja að veturinn sé bara ágætur í HÓFI!! :) En vonandi verða sem flestir komnir á bretti fyrir veturinn og ég hef mikla trú á því að þessi vetur verði snjómikill! Þannig að það er um að gera að vera eins mikið á snjóbretti í vetur og maður GETUR! En ég ætla bara að vona að það verði meira skipulag á rútuferðum en var í fyrra því ef að rútan fer ekki að ganga meira skálafell verður ALLTAF TROÐFULLT í bláfjöllum og eins með hengilinn, það verður að fjölga rútuferðum í skálafell og Hengilinn! Því að annars verður svo lítið hægt að skíða. Eins og í fyrra eyddi maður mestum tíma sínum upp í bláfjöllum í biðröð! Við þurftum td að hanga í 30 mín í röðinni og 1 og 1/2 tíma í bið eftir MAT!!! Það verður að fjölga rútum því annars hrúgast bara allt á einum stað og þá verður þetta ekki eins skemmtilegt því að þá verða allir svi pirraðir og leiðinlegir!!! Því að biðraðir gera engum gott :)