Það er alveg svakalega margt sem þarf að huga að þegar maður kaupir sér bretti. Í fyrsta lagi þá kaupir mar ekki bretti í Útilíf, ef maður er á annað borð að fara að fá sér bretti´þá er eins gott að það sé peninganna virði og endist eitthvað. Liðið í t.d. Útilíf er ekkert að spá í hentugleika, það fékk bara einhver 20 bretti frá einhverju ripoff co. á góðum prís og ætlar að selja þau, sama hvað. Málið er að versla við fagmennina, þeir eru búnir að vera á bretti í mörg ár og þekkja þau eins og sjálfan sig. Val á bretti fer t.d. eftir því hvað þú hyggst gera á brettinu, ertu að fara út í eitthvað svaka freeride í Ítölsku ölpunum eða ertu bara að freestylast hérna heima. Það þarf að taka tillit til hæðar viðkomandi og fótastærðar, þyngdar o.s.fr. Málið er bara að fara niður í Týnda Hlekkinn á Laugarveginum og ræða við þá. Það eru af sjálfssögðu bara tvö bretti sem koma til greina; Burton Custom eða Burton Canyon !(fyrir þá sem eru með stóra fætur) Þeir sem vilja kynna sér meir um brettin sem Týndi kemur aðalega til með að selja í vetur geta farið á http://www.burton.com.
The Riding Never Stops…