Tekið af Brettafelagid.is:

“Þá er komið að því að við rennum okkur niður fannhvítar hlíðar Snæfellsjökulls. Helgina 22 - 24 júní ætlar Brettafélagið að skella sér á nesið og taka jökla með trompi. Skráning í ferðina verður hér á heimasíðu félagsins og hvetjum við alla brettamenn til að fjölmenna á staðinn. Hægt er að fara í rútu eða bara á einkabíl. (takið fram í skráningunni hvort þið hafið áhuga á að fara með rútu) Svo er bara að skrá sig sem fyrst, til að hægt sé að panta tjaldstæði og annað í þeim dúr. (það kostar fjóðung úr þúsara nóttin á stæðinu per haus og einnig sama fyrir nælonið per nótt)”



“Það hefur vantað betri upplýsingar um ferðina á Snæfellsnes. Hún er sem sagt næstu helgi og hefur verið ákveðið að það verða ekki rútuferðir. Við mælum með því að sem flestir reyni að fylla bílana sína og gefa þeim far sem komast ekki á eigin bílum… Lyftukort kostar 1200 kall og 3000 kall ferðin með troðara upp á topp. Hvert tjald á tjaldstæði kostar 250 kall nóttin og svo 250 kall nóttin á hvern haus í hverju tjaldi. Allar spurningar varðandi ferðina er besta að nálgast hjá honum Nonna Extreeme (eða bara Nonna) en hann er með email hér. Skráðu þig svo í ferðina hér. Athugið að skráning er ekki bindandi, hún er bara svo að við gerum okkur grein fyrir hvað verða margir á svæðinu.”

SKYLDU MÆTING ! ! !

Rat.
Life shrinks or expands in proportion to one's courage…