Þetta er ritgerð sem ég gerði í vetur og langaði að deila með ykkur. Lesandi gæti truflast dulítið við það að að lesa þetta er svolítið eins og að lesa ritgerð en ekki grein en vona að þið látið það ekki pirra ykkur;)


Saga snjóbrettisinns

Árið 1929 var maður að nafni M.J. Burchett sem kom svona eiginlega með fyrsta snjóbrettið. Hann skar út plötu úr venjulegum tréplanka og bjó til eins konar bindingar með ýmsu drasli sem hann fann til.
Ekki varð meiri framför í þessum bransa fyrr en árið 1965 þegar Sherman Poopen fann upp „ Snurfer”. Snurfer var saman sett úr tveimur skíðum sem var búið að festa við hvort annað og setti band fremmst á brettið svo maður gæti haldið í það og stýrt á meðan maður rendi sér. Poopen bjó „snurfer” aðallega til í þeim tilgangi að dóttir hans gæti rennt sér á einhverju sem væri skemmtilegt. Vinir dóttur hans fóru snemma að vilja eiga „snurfer” eins og hún svo að hann fór að þróa brettið aðeins meira og seldi það í 500 þúsund eintökum árið 1966.
Maður að nafni Jake Burton fylgdist með þessu nánast frá upphafi. Jake var mikill skíðamaður en langaði að „surfa” í sjónum en mamma hans og pabbi vildu ekki kaupa bretti handa honum. Jake lenti svo í bílslysi og slasaðist frekar illa þannig að hann gat ekki lengur rennt sér á skíðum svo hann fór að renna sér á „snurfer” vegna þess að hann gat það.
Árið 1969 byrjaði maður sem heitir Dimitrije Milovich að búa til snjóbretti. Árið 1972 stofnaði hann fyrirtæki sem heitir Winterstick. Hann bjó til nokkrar gerðir af snjóbrettum og fór í viðtöl hjá ýmsum blöðum svo sem Newsweek, Playboy og Powder.
Hann hætti í snjóbrettabransanum árið 1980 en er samt þekktur sem mikill frumkvöðull í íþróttinni.
Árið 1985 leyfðu einungis 39 skíðasvæði af 600 snjóbretti í brekkunum og það sama ár varð til snjóbretta blaðið Snowboarder.

Allt frá byrjun hafði fólk haft fordóma fyrir snjóbretta iðkendum vegna þess að þett fólk hélt að það væru bara ungt fólk og einhverjir vitleysingjar sem væru bara í einhverju rugli t.d. dópi og væri bara að halda partý á hverjum degi og drekka eins og þeir gætu.
Árið 1994 varð snjóbrettaíþróttin Ólympíuíþrótt.
Árið 1998 var í fyrsta sinn í sögunni keppt á snjóbretti á Ólympíuleikum og þar hreppti Kanadíski maðurinn Ross Rebagliati gullið. Eftir lyfjaprófkomust dómarar að því að Ross var með 17.8 nanógrömm af maríjúana í hverjum millilítra af blóði í líkamanum á sér. Gull verðlaunin voru tekin af honum sammdægurs en seinna fékk hann verðlaunin aftur eftir að hann var búin að skýra mál sitt og hann viðurkenndi að hann hefði síðast reykt maríjúana í apríl árið áður (1997).
Þetta atvik setti svartan blett á íþróttina og núna var fólk alveg pottþétt á því að þeir sem væru á snjóbrettum væru bara dóparar og reyktu maríjúana bara stöðugt.
Árið 1998 leyfðu lang flest skíðasvæði snjóbretti í brekkunum og þá loksins fóru hjólin að snúast (eða brettið að renna) og síðan þá hafa vinsældir íþróttarinnar aukist til muna.

Heimildir:
http://www.sbhistory.de/
http://www.bulgariaski.com/snowboarding.shtml