Þetta er nátúrulega tekið af bigjump.is en ákvað að skella þessu inn hér líka. Jafnvel til að vekja upp einhverju umræðu.

Jamm við erum að tala um World Premiere vinurrrr, þeas þesar tvær myndar hafa ekki áður verið sýndar á þessari plánetu.

Hvar: Borgarbíó Akureyri, að sjálfsögðu.

Hvenær: Föstudaginn 12 ágúst kl: 18:00

Myndir:

- WHY NOT, nýjasta mynd Divine Krúsins frá Akureyri. Eiki, Gulli, Viktor, Halldór og vinir fara hreinlega á kostum í þessari eðal brettamynd sem var tekinn víðs vegar um Evrópu síðasta vetur (2004/2005). Eðal snjóbretta og skeit stunt í bland við nett fíflalæti.

- BLACKOUT frá Wildcats. Wildcats krúið saman stendur af gaurum eins og: Kale Stephens, Paavo Tikanen, Devun Walsh, Gaetan Chanut, Tadashi Fuse ofl. Hluti af þessu krúi kom til Íslands í rúmar tvær vikur til að taka upp. Eiki, Gulli og Viktor voru svo heppnir að fá að fljóta með. Þeir koma allir fyrir í Blackout og er að finna sér kafla um Ísland í henni. Pete Anderson sem klippir og leikstýrir þessari Wildcatas mynd var bara að klára að klippa hana fyrir 5 dögum og verður Blackout því heimsfrumsýnd á Íslandi sem er bara frábært. Ég var bara að klára að horfa á hana áðan og hún er vægast sagt flott, fyndin og geðveik eins og lang flestar Wildcats myndinar og hellingar af efni í henni frá Íslandi.


Alla vega ekki missa af þessari heimsfrumsýningu í Borgarbíói Akureyri. Það mun kosta litlar 500 kr. inn og allir fá góðgæti frá Dominos og Powerade.

Það á síðan eftir að koma betur í ljós hvort þessar myndir verða síðan sýndar annars staðar á landinu. Why Not kemur alla vega út á DVD ásamt fullt af auakaefni í október/nóvember (nánar auglýst síðar)

Sjáumst í bíó!!!!!!!!!!!!!!!!

Geiri

geiri@bigjump.is