Bara svona að skella þessu inn á huga til að athuga hvernig stemmingin er hér inni fyrir þessari ferð.

Þá er loksins komið að því að Brettafélagið ætlar að skella sér í smá brettaferð til Evrópu. Það er stuttur fyrirvari á þessu en okkur barst tilboð sem við hreinlega gátum ekki hafnað.

Ferðin verður sem sagt farinn 5. til 12 mars 2005 og er stefnan tekinn á Madonna di Campiglio á Ítalíu. Það eru 30-40 sæti í boði í þessa ferð þannig að fyrstir bóka fyrstir fá. Nánari upplýsingar um verð, bókun og svoleiðis er að finna á vef Úrval Útsýn. Að mínu mati er þetta frábært tækifæri til að komast ódýrt út á bretti. Um að gera að hópa sig saman til að ná sem bestu kjörum þeas vera 4-5 saman í íbúð.

Hér kemur svo Dagskrá fyrir ferðina:

- Lau 5. mars: Flug út kl.09.00 Hópurinn mætir í Leifsstöð og innritar sig og verslar svo að sjálfsögðu fullt af fínu Oakley dóti í Fríhöfninni á hlægilega góðu verði. Má alltaf svo reyna að díla eitthvað við Geira um frekari afslátt. Lent kl. 14.00 að staðartíma í Verona. Allir finna vonandi sitt dót og hoppa upp í rútur sem flytur okkur til Madonna. Skíðapassar í fjallið verða til sölu í rútunni. Komið til Madonna um kl.18.00. Allir koma sér fyrir á sínu hóteli og tjilla fyrir rennsli morgundagsins. Ef það er stemming fyrir því, þá getur hópurinn hist um kvöldið á einhverjum góðum stað og hrist sig saman.

- Sun 6. mars: Hópurinn hittist kl 10:00 við neðra torgið og kláfinn 5 Laghi. Þaðan tekur klukkutíma að renna sér í snjóbrettagarðinn (með lyftuferðalagi). Þá fær hópurinn smá tilfiningu fyrir brekkunum og fjöllunum en er kominn á Ursus brettasvæðið fyrir hádegi. Reynum svo alltaf að hittast í hádeginum á einhverjum skemmtilegum stað í fjallinu, eins og Boch sem er beint fyrir meðan brettaparkið. Um kvöldið er svo stefnan að hittast og borða saman á einhverjum góðum pizza stöðum eins og Le Roi eða Belvedere. Geiri verður alla vega á öðrum hvorum staðnum milli 19:00 og 21:00. Kynum þetta betur um daginn

- Mán 7 mars: Hópurinn hittist kl 10:00 við neðra torgið og kláfinn 5 Laghi. Þeir sem vilja elta Geira um svæðið mega það annars er bara frjálst rennsli. Svo reynum við að hittast á einhverjum góðum stað í hádeginu og skapa smá stemmingu. Um kvöldið hittast þau sem vilja á einhverjum góðum stað svona einhvern tíman milli 19:00 og 21:00. Annars er kvöldið nokkuð frjálst.

- Þri 8 mars: Hist á sama stað og hina dagana kl 10:00. Allar halda saman upp í Ursus brettaparkið. Þar verður síðan haldið í fyrsta sinn í sögu Brettafélags Íslands: Opna Íslenska Meistaramótið í Bigjump. Glæsileg og vegleg verðlaun í boði Oakley ofl. Um kvöldið verður svo massíf verðlauna afhending á einhverjum góðum stað niðrí bæ (19:00 til 21:00). Svo geta þeir sem vilja haldið út á lífið með Geira og farið á stuð staðina Zangola eða Deux Alpes. Annars er kvöldið nokkuð frjálst.

- Mið. 9 mars: Hist á sama stað og hina dagana kl 10:00. Frjálst rennsli um svæðið nema einhverjir vilji elta Geira. Reynum að hittast á Boch í hádeginu og skapa stemmingu. Kvöldið er líka frjálst nema það komi einhverjar skemmtilegar tillögur frá hópnum

- Fim. 10 mars: Hist á sama stað og hina dagana kl 10:00. Planið er að taka massífan rúnt um allt svæðið. Þeir sem vilja elta Geira en hinir bara taka frjálst rennsli. Hitumst svo á Le Roi eða Belvedere um kvöldið og síðan jafnvel eitthvað kíkt á lífið

- Fös. 11 mars: Hist á sama stað og hina dagana. Bara tjillað í brekkunum þar sem þetta er síðasti dagurinn. Það verður svo frístæl skíða keppni þennan dag þannig að það er spurning hvort hópurinn tjékki á því. Reynum og hittast á Boch í hádeginu og sýna ítölunum alvöru íslenska brettastemmingu. Kvöldið er bara frjálst og tjill nema fólk vilji eitthvað meira fjör.

- Lau. 12 mars: Brottför frá hótelum í Madonna er um kl. 09.00. Allir uppí rútur oghaldið af stað til Verona. Flug kl. 15.05 og áætluð heimkoma kl. 18.20. eftir frábæra brettaferð.

Þessi dagskrá er að sjálfsögðu birt með þeim fyrirvara að hún gæti eitthvað breyst og batnað. Ef hópnum langar síðan til að gera eitthvað sniðugt sem er ekki á dagskrá þá má alltaf skoða það. Power to the People

Það verður haldinn kyningarfundur um þessa ferð snemma í næstu viku. Auglýsi það að sjálfsögðu um leið og ég er kominn með hvar og hvenær á hreinu. Ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið vita er um að gera að senda mér línu. (geiri@bigjump.is)

Hér koma svo nokkrir gagnlegir tenglar til að skoða:

- Úrval Útsýn

- Ursus Brettaparkið í Madonna.

- Ýmsar upplýsingar um svæðið.

- Meiri Upplýsingar um Madonna.

- Jamm en meiri upplýsingar.

Italy here we come!!!!!!!!!!!!!!

Le Geiri

geiri@bigjump.is