Greetings!

Jaa ég ætlaði bara að tala um hitt og þetta sem er að gerast í fjallinu þessa daga…T.d rútuferðir og annað. Ég er alveg sammála gvend sem var að tala um hvað er dýrt í fjöllin nú til dags, ég held að það sé bara útaf því að fjöllin hafa ekkert mikið verið opin síðust 2 ár eða svo. Þá hafa ÍTR (sem reka skíðasvæðin) verið í miklu tapi og mörg síðastliðin ár hafa skíðasvæðin verið rekin með tapi. Svo núna þetta árið er verið að bæta við mjöög góðum lyftum í bláfjöll, þar á meðal einni fjagra sæta stólalyftu með 4 klefum ofl. þannig að það er nokkuð skiljanlegt afhverju þeir rukka meira í dag ein í gær.

Svo ef við förum úti eitthvað allt annað þá langaði mig að koma að því þegar einhverjir eru að smíða einhverskonar kicker í brekkunum t.d niður smá hæð eða eitthvað. Það sem mér finnst frekar fáránlegt er að þeir sem eru minna vanir sitja þarna fyrir ofan pallinn undir miklum þrýstingi að peppa sig upp til að negla á kvikindið, svo 10 sek seinna sér maður vélsleða uppi fjallinu ná í þann sama.
Bara svona að benda á það líka að pallar sem eru smíðaðir af bara hinum og þesssum eru OFTAST ekki rétt smíðaðir. Oft hef ég séð einhverja gæja bruna á einhverja smá titti og fljúga svo á bakið og meiða sig, það getur verið líka verið mjög erfitt fyrir þá sem eru mjög vanir að bruna á lítin pall. Afhverju ekki bara renna sér í brekkunum og ná almennilegri stjórn á brettinu áður en farið er úti palla-bissnessinn. Þið þurfið ekkert að sanna það fyrir sjálfum ykkur að þið getið stokkið o.sfv. Munið að vera á snjóbretti er til þess að hafa gaman að því.

Svo ef þið viljið fara að progressa eitthvað farið þá aðeins út fyrir brekkunar í mýkri snjó og þá getið þið dottið án þess að brjóta bein. Svo bráðlega fer að koma eitthvað bretta park á vegum I.S.A í fjöllin og það eru allt pallar sem smíðaðir eru að viti. Sér merktir fyrir byrjendur og lengra komna. En svo ég fari úti rútuferðir þá lentí ég í því í gær (fimmtudag) að ég mætti úti rútu kl 9 með bróður minum en mjööög fáir eru mættir, en ok ég hendi brettinu inni í rútuna og sest inni hana. Bíð þarna í korter í rútunni spyr gaurinn hvort við séum ekki að fara að leggja af stað.

Svarið sem ég fékk var “bráðum” ég beið einnþá í rútunni kl hálf 10. og þá fór ég að verða virkilega óþolinmóður og fór og talaði við dúddann, hann sagði bara að það hefðu of fáir verið komnir í bílinn. Svo !!LOKSINS!! drulluðumst við af stað kl korter í 10. (skíðasvæðið var opið til 10) og önnur rúta kom kl 10. Þannig að ég hefði alveg eins getað verið í fjallinu kl 10 og tekið 10 rútuna heim. Þetta fannst mér skandall. klukkutími farinn í ekki neitt þegar ég hefði getað verið í fjallinu. Maður er að borga fyrir að fara kl 9! en ekki 10! varð að létta á pirring mínum á þessu, hehe. Eeeen annars bara allt í góðu.. Aidos!