Nú rétt í þessu slysaðist ég á sýn og sá X-Games í gangi, ég festist við þetta enda klassa rampur sem þeir voru með. En já ég horfi á þetta og ég er ekki mikill hjólabrettamaður og hef lítið sem ekkert vit á þessu þannig ég hlusta á lýsendurnar, þetta var skandall, annar þeirra spurði alltaf, “váááá geðveikt, hvaða trikk var þetta?” Og hinn svaraði, “Backside 360” eða “Ég veit það ekki”

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem ég sé flottan extreme sports þátt skemmdan af fáfræði lýsendanna, það er nóg af mönnum sem eru sýnilegir og hafa vit á þessu hérna á Íslandi en þessir kallar voru á fertugsaldrinum eða eitthvað og reyndu að tala eins og yngra fólk, bara skammarlegt.

Ég vill vita í ró minni hérna því mér finnst þetta gott framtak hjá sjónvarpsstöðvunum að sýna okkur ágætis extreme sports þætti hérna á Íslandi, en fyrst þær eru að því, afhverju ekki að gera það almennilega og fá rétta fólkið í að lýsa þessu, því þessir menn þarna vissu ekki nöfnin á neinum trickum nánast…
ViktorAlex