Málið er að þetta eru bara fordómar af beggja hálfu. Það er gríðarlegur fjöldi af byrjendum á brettum og meirihlutinn af þeim fer beint í stólalyftuna. Þar liggja þessir einstaklingar um allt eins og hráviði og renna stjórnlaust um allar brekkur. Ekki skrítið að skíðafólk skuli ekki taka þessum hóp fagnandi.
Ég held að það þurfi ekki að aðskilja þessa hópa, brettin eru bara nýtt fyrirbæri í fjöllunum og þurfa aðlögunartíma. Við þurfum bara að læra að umgangast hvort annað þarna. Fólk sem er að skíða (ég segi líka skíða þegar ég á bretti) á svæði sem það hefur ekki hæfileika til að skíða á er einfaldlega hættulegt. Sá hópur sem fer mest í taugarnar á mér (fyrir utan frekjurnar sem æfa skíði og þykjast eiga einkarétt á brekkum og lyftum) eru krakkar sem kunna ekki rassgat á skíði (ég er að tala um prikin tvö núna) og bruna niður gilið í kraftgöllunum sínum með enga skíðastafi alveg stjórnlaus. Skrækjandi af spenningi en algerlega stjórnlaus og hættuleg bæði sér og öðrum.
Brettafólk og skíðafólk getur alveg verið á sama svæði án vandræða. Það þarf bara smá þolinmæði, skíðafólkið heldur sig frá sérmerktum brettabrekkum og brettafólk lætur æfingabrautirnar vera.

Kwai
Kwai