Nú þegar óðum styttist í enda þessa ótrúlega og sögulega veturs er rétt að huga að sumrinu og er þá ekki vitlaust að reyna að gera eitthvað almennilegt úr sumrinu þegar ekki var möguleiki á að gera eitthvað úr vetrinum sökum snjóskorts. Hápunktur sumarsins er að mínum mati þegar TH fer í Kerlingarfjöll (JÚLÍ). Svo er að sjálfsögðu málið að fara á snæfellsjökul ef aðstæður leyfa.
Hvað finnst ykkur? Endilega komið með hugmyndir, eins margar og ykkur dettur í hug !!!