Ég er mikill snjóbrettamaður, æfði þó skíði lengi vel. Skíðin eru tæknilegri og bjóða uppá meiri möguleika og flóknari stökk og brögð meiri hraða og mun skarpari beygjur. Það sem brettin hinsvegar hafa er það að hvaða vitleysingur sem er getur eftir nokkrar sallíbunur stokkið einsog fáviti og gert skemmtileg brög, það skiptir ekki máli þó maður lendi á rassinum eða falli strax eftir stökkið. Einsog ég sjálfur þurfti ekki að fara nema 2x á bretti til að vera kominn með sæmilega tækni og leit þá ekki lengur út einsog auli brekkunni. þetta er öðruvísi með skíðin, fólk er lengi að ná almennilegum hæfileikum og flestir sem stunda skíði verða aldrei góðir skíðara en hafa samt gaman af. Brettin eru því vinsæl því létt er að byrja annars eru skíðin miklu betri.